Úrval - 01.08.1974, Side 36

Úrval - 01.08.1974, Side 36
34 ÚRVAL 1576, varð þessi kenning almenn, t.d. gaf spekingur að nafni Louis Le Roy — svo vitur og lærður, að hann var nefndur hinn franski Plato —■ út litla bók, sem hét: „Sí- breytistefna, eða allt á tjá og tundri í heiminum". í þessari bók birtast áhyggjur spekingsins Le Roy yfir félagsleg- um uppþotum, sem orsakast af nýrri þekkingu og tækni samtím- ans. Hann var vissulega vitni æsilegra atburða. Endurreisnarstefnan hafði fært mannkyni djúptækar breyting- ar í trúmálum og félagslegum hug- sjónum —• breytingar, sem vissu- lega gáfu tilefni til vona og ör- væntingar. Ferðalög hinna miklu sæfara voru ekki síður æsandi en geimferðir nú á dögum. Prentlistin hafði auðveldað útbreiðslu upplýs- inga, þekkingar og hugmynda — og skapað upplausn í trúarlífi manna. Hinar fornu tignir og mátt- arvöld, sem áður héldu öllu í skefj- um, voru niðurbrotin og að velli velt, allt lagt undir frelsi hugsunar og greindar, og þá trúmálin alveg sérstaklega. Og hið allra alvarleg- asta voru þó uppgötvanir á gerð hergagna. þar sem notkun púðurs og sprengja —• eldvopna — gjörðu styrjaldir hundraðfalt skæðari en áður. Le Roy hafði því vissulega góðar og gildar ástæður fyrir því, að framundan væri vald myrkramakt- ar. í örvæntingu sinni segir hann: „Allt er í rúst — umturnað, hér stendur ekki steinn yfir steini“. En þrátt fyrir allt hélt hann bjart sýni sinni. Hann trúði því, að fram- farir í flutningatækni og samgöng- um mundi gjöra það mögulegt fyr- ir „allt hið dauðlega að miðla gæð- um meðal sín og sinna“ og hjálp- ast þannig að „sem íbúar og eig- endur auðæfa sömu veraldar — þess sem við nú köllum „eina ver- öld“ — „jarðhnött alheimsins“. Allt það, sem fylgdi í kjölfar 16. aldar, sannar orðum betur alla bjart sýni hans. Eins og næstum allir aðrir, hef ég haldið, að félagsleg vandamál vorra tíma séu í eðli sínu óskyld eða ólík erfiðleikum fortíðar, þar eð allar breytingar verða nú með margfalt meiri hraða. En nú viðurkenndi ég vissulega, að 'þessi trú á hringavitleysu hrað- ans er ekki annað en merki um sögulega vanþekkingu. Sannleikur- inn er sá, að oft og mörgum sinnum í mannkynssögunni hafa breyting- arnar orðið ennþá hraðari og átaka- meiri en hægt er að reikna með hundrað næstu ár. Á hálfri öld — frá 1850—1900 — héldu ótal breyt- ingar innreið sína í daglega lífið, sem við teljum nú jafnsjálfsagðar og sólarbirtu dagsins. Þar mætti nefna járnbrautir, gufuskip, raf- magn, ljósmyndun, talsíma, ritsíma, svo að á eitthvað sé bent af allri nútíma tækni — að ekki sé minnst á rotvarnarefni, alls konar lyf og geislatækni, sem gjörbreytt hefur og gjörbylt öllu á sviði lyfja og lækninga. Ég held ég verði að viðurkenna, að komandi áratugir munu vart

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.