Úrval - 01.08.1974, Síða 41
HINN ÓGLEYMANLEGI CUSHING KARDINÁLI
39
margt og mikið, sem mér geðjaðist
eða var mótfallið, vissi að var satt,
eða bjóst við að væri fals eða upp-
gerð, þá vissi ég, að fremur erfitt
var að láta mig verða fyrir bein-
um áhrifum eða hrífast, einkum af
því, sem átti að virðast háfleygt og
hátíðlegt. En samt var það svo,
að ég varð á ófréttamannlegan hátt
dálítið hræddur gagnvart Cushing
kardinála.
ANDLEGIR BR.IÍÐUR.
Á þessum árum var það daglegt
undrunarefni, að þessi 72 ára gamli
maður fór oft að því er virtist
alveg fúslega út fyrir sitt anna-
sama starfssvið.
Kvillar hans, meira að segja al-
varlegir kvillar, voru ótrúlega
margir.
Það var meira að segja árið 1950,
sem læknar gáfu honum vonir um
aðeins 8 mánuði til viðbótar ævi
sinni. Að minnsta kosti 3 þessara
sjúkdóma voru taldir ólæknandi,
en hann komst ótrúlega áfram, þótt
hann ætti við þjáningar að stríða
bæði nætur og daga — og aðdáend-
ur hans væru vissir um, að nú
væri hver stundin síðust.
Ég varð var við súrefniskerin í
fábrotna herberginu hans með fá-
tæklega húsbúnaðinum í Lake
Street í Boston, en hann lét þó
sem hann sæi þau ekki. Ég vissi
að hann þjáðist af migrenu, andar-
teppu, ígerðum og hann hafði ver-
ið skorinn upp við meini í nýrum
og blöðruháskirtli. Hann ymti ekki
einu sinni að þessu. Hann geislaði
miklu fremur af krafti, hreinleika
og heillandi þokka.
Með hógværð og undirgefni í
svipnum ræddi hann við mig um
Jóhannes páfa 23., sem hafði hækk-
að hann í tign erkibiskups í Boston
til kardinála árið 1958.
„Sá páfi kallaði saman kirkju-
þing í Róm árið 1962, svo að and-
blær frelsisins sveif um alla sali
kirkjunnar. En ég er ekki sann-
ur lærisveinn", sagði kardinálinn.
„Ég -vann mér ekkert stig, og þegar
kom aftur í Vatikanið, vissi ég í
Guðs bænum ekkert, hvað yfir
hafði gengið. Ég vildi komast heim.
Ég skildi ekkert í latínunni. Eg
komst ekki í þennan hárfina stiga
kirkjulegra kenninga og guðfræði".