Úrval - 01.08.1974, Side 42

Úrval - 01.08.1974, Side 42
40 ÚRVAL En Cushing kardináli og Jóhann- es páfi urðu andlegir bræður. Hann dáði páfann fyrir að vitja hinna öldnu, fátæku, sjúku og þjáðu. Hon- um fannst þeira eiga sama upp- runa í fátækt og umkomuleysi bernskuheimila sinna og bernsku- drauma um að verða prestar af hjarta og sál og þjóna kirkjunni. ,.Jóhannes var, held ég, sá eini, sem skildi mig“, sagði hann hás- um rómi, lágmæltur nærri hvísl- andi. „Ég skildi mig vissulega ekki sjálfur. En þá hugsaði ég allt í einu með sjálfum mér, úr því að Guð gat gert páfa úr Jóhannesi, þá væri ekki svo mikil fjarstæða að ég gæti orðið kardináli". „HALLÓ. YÐAR TIGN“. Þegar ég kom aftur til Boston, eftir okkar fyrstu fundi og viðtal, hafði framleiðsla okkar sameigin- leg verið þar nokkra daga. Filman með samtali okkar hafði verið svæfð af kardinálanum, ef svo mætti segja. Okkar sjálfskipaði harðsoðni um- sjónarmaður. Joe Wershba, var hátt uppi yfir viðfangsefninu. Joe er ekki einungis fjarri því að vera kaþólskur, heldur efagjarn Ameríkani af rússnesk-gyðingleg- um uppruna. Heilhuga ákafi hans var fyrst og fremst undrun. Gegnum allt viðtalið inn á milli myndanna hljómaði margendurtek- ið og hversdagslegt ávarp Joe eins og viðlag: „Halló yðar hátign“. Og Joe notaði þetta yfirspennta hátíðarávarp í tíma og ótíma, stakk því alls staðar inn, við spurningar eins og þessar: „Eruð þér íhaldssamur eða frjáls lyndur, yðar hátign"? Og fékk þá svar á við þetta: „Joe, viðvíkjandi því, sem ég veit ekkert um, er ég íhaldssamur. En viðvíkjandi öllu, sem ég þekki, er ég frjálslyndur". Hafi kardinálanum fundizt þetta ægilegt, þá virtist hann ákveðinn að láta ekki á neinu bera. Hann hafði kringlur í morgun mat. Af einhverjum ástæðum var það eini matur, sem hann þoldi þessa stundina. Seint síðdegis fékk hann þrjú eða fjögur smástaup að drekka af whisky. Þetta ásamt lyfj um átti að nægja til næringar yfir sólarhringinn —• oft líkamlega erf- iðra fataskipta og ferðalaga frá einu hverfis til annars. Hann gerði að gamni sinu um alla rauðu og gylltu borðana sína og þær athugasemdir, sem fólk gerði um þá í hans eyru við ýmis tækifæri. Hann kallaði þessa borða „fínu flyksurnar" sínar. En þegar hann bar þá við skrúðann sinn végna þeirra táknlegu tignar, var þar sér- stakur hátíðleiki yfir öllu — en stundum voru þeir dálítið „á ská og skakk“. Sem dæmi um starfsemi hans má nefna verkefni að undirbúningi presta til starfa og trúboðs í Suður- Ameríku, í þeim tilgangi að draga úr áróðri kommúnista á kaþólskt fólk þar. Sem kardináli ferðaðist hann

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.