Úrval - 01.08.1974, Síða 72
70
hefði enga þyngd, og hjó sér braut
inn í skóginn. Hann áleit, að hann
væri nú kominn langt inn í stóran
skóg. Síðdegis borðaði hann svolítið
af þurrkaða kanínukjötinu og fékk
sér vatnssopa að drekka. Svo hélt
hann áfram ferðinni og stanzaði
ekki fyrr en við sólarlag. Þá bjó
hann sér til hvílu úr blöðum og
grasi.
Næsta morgun hélt hann áfrarn
ferð sinni. Hann vissi ekki, hvar
hann var staddur né hvert hann
var að fara. Hann vissi bara, að
hann varð að komast sem lengst
undan. Ef hann héldi í áttina til
sólaruppkomunnar, ætti hann fyrr
eða síðar að komast til stóra báts
hvítu mannanna. Og þá? Kunta
fann til vaxandi óvissu og ótta.
Hann bað oft til Allah og hand-
fjatlaði jafnframt töfragripinn sinn
Hann hélt áfram göngu sinni um
skóginn í fjóra daga samfleytt.
Hann heyrði ekki önnur hljóð en
þau, sem froskar, fuglar og skor-
dýr gáfu frá sér-. En að morgni
fimmta dagsins vaknaði hann við
það hljóð, sem hann óttaðist mest.
Hann heyrði hundgá í fjarska. Hann
spratt á fætur og byrjaði að hlaupa.
Svo gerði hann sér grein fyrir að
hann hafði gleymt hnífnum sín-
um. Hann þaut til baka og leitaði
alls staðar að honum fullur ör-
væntingar. Hann sópaði burt vafn-
ingsviðarflækjum og blöðum, en
hann gat ekki fundið hann. Hund-
gáin nálgaðist stöðugt. Hann fann
stein, sem var á stærð við hnefa
hans, og tók á rás á nýjan leik í
ÚRVAL
trylltum ótta. Hann hnaut hvað
eftir annað.
Blóðhundarnir afkróuðu hann
snemma næsta morgun. Hann var
of önnum kafinn til þess að halda
lengra, svo að hann tók sér stöðu
uppi við tré og beið. f vinstri hend-
inni hélt hann á sverri trjágrein,
og hægri hönd hans var sem kló
utan um steininn. Honum tókst að
halda hundunum frá sér með hjálp
lurksins. Þeir eltu og slefuðu af
æsingu. Svo komu tveir hvítir menn
ríðandi á hestum. Kunta hafði
aldrei séð þá áður. Þeir voru þræla-
veiðarar að atvinnu.
Sá eldri steig af baki og gekk
í áttina til hans. Hann var með
lurk í annarri hendinni, en svipu
í hinni. Þegar hann nálgaðist, kast-
aði Kunta steininum að honum.
Hann heyrði hvíta manninn reka
upp óp, og svo sá hann blóð streyma
úr höfði hans.
Nú nálguðust báðir mennirnir
hann enn meira með byssur og
lurka á lofti. Af svipnum á andlit-
um þeirra gerði hann sér grein fyrir
því, að nú átti hann að deyja, og
honum var alveg sama. Þeir lömdu
hann, þangað til hann missti næst-
um meðvitund, en hann hélt áfram
að engjast og emja, er þeir rifu
af honum fötin og bundu hann við
tré. Kunta hleypti í sig hörku og
bjó sig undir að vera barinn í
hel.
Svo hætti særði, hvíti maðurinn
skyndilega barsmíðinni. Svipur
hans breyttist. Það lá við, að hann
væri farinn að brosa. Og svo sagði
hann eitthvað við þann yngri, sem