Úrval - 01.08.1974, Qupperneq 74

Úrval - 01.08.1974, Qupperneq 74
72 ÚRVAL batt fótinn svo fast við tréð, að Kunta gat ekki losað hann, hvern- ig sem hann kastaði sér til í villtri bræði. Síðan tók særði, hvíti mað- urinn upp öxina. Kunta öskraði og barðist um í böndum sínum. Öxin þaut upp, siðan niður, og hjó af honum fram- hluta fótarins. Kunta hneig mátt- laus út af í böndunum, þegar blóð- ið spýttist úr sárinu. KONA NOKKUR, BELL AÐ NAFNI. Hann var kominn á einhvern annan stað, þegar hann vaknaði til meðvitundar. Hann lá inni í kofa. Hann var bundinn á úlnliðum og ökklum, og hægri fótur hans lá á einhverju mjúku. Hávaxinn, hvítur maður kom nú inn. Hann hélt á lítilli, svartri tösku. Kunta hafði aldrei séð þenn- an mann áður. Hvíti maðurinn stuggaði burt flugunum. beygði sig niður við hliðina á Kunta og gerði eitthvað, sem olli Kunta svo óbæri- legum kvölum, að hann veinaði eins og kona. „Bell“! hrópaði mað- urinn, og þá kom lágvaxin, sterk- leg svertingjakona inn. Hún þar vatn í tiníláti. Hvíti maðurinn tók eitthvað úr svörtu töskunni sinni og hrærði því saman við vatnið. Svarta konan kraup á kné og hall- aði ílátinu, svo að Kunta gæti drukkið úr því. Það var einkenni- legt bragð af þessum drykk, og brátt steinsofnaði Kunta á nýjan leik. Þegar hann vaknaði, gerði hann sér grein fyrir því, að hann var mjög veikur. Hann var alveg dof- inn hægra megin í líkamanum. Var- ir hans voru sem skrælnaðar af hitasótt, og það var veikindalykt af svita hans. Hann reyndi ósjált- rátt að hreyfa tærnar, en þá fann hann til ofboðslegra kvala. Hurð- in opnaðist nú, og svarta konan kom inn aftur. Hún settist á hækj- ur og þrýsti rökum, svölum klút að enni hans. Þegar hún kom næst inn til hans, reyndi hún að fá hann til þess að borða. Hann var jafnvel enn hor- aðri núna en hann hafði verið - fyrir viku, þegar Bell, sem var að bera fram hádegismatinn, var beð- in um að koma út í skyndi og hjálpa til þess að lyfta einhverju blóðugu hrúgaldi af vagni, sem var nýkominn. Hreppstjórinn hafði skipað þrælaveiðurunum að afhenda William Waller lækni líkama þennan, en Waller var bróð- ir þess manns, sem átti Kunta. Læknirinn var húsbóndi Bell, og hann hafði orðið ofsareiður, þegar hann frétti um limlestinguna. Bell þakti nakið brjóst Kunta með rjúkandi bakstri, sem rammur þefur var af. í honum voru blöð af berjarunna í brennisteinsblöndu. Síðan lagði hún blauta dúka ofan á baksturinn og breiddi svo mörg teppi ofan á Kunta. Þegar hann vaknaði næst, gerði hann sér grein fyrir því, að mjög hafði dregið úr hitasóttinni. Hann velti því fvrir sér. hvar konan hefði lært þessar aðferðir. Þetta líktist læknislyfjum og aðferðum Bintu móður hans, jurtunum jieima á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.