Goðasteinn - 01.03.1971, Side 15

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 15
Guðbrandur Magnússon: Upphaf samvinnu- verzlunar í Rangárþingi Island var auðugt land fram að siðaskiptum. Eftir þau færðist konungsvaldið í aukana, og í skjóli þess áttu fjárplógsmenn auð- veldara með að ota sínum tota. Kom það ekki sízt fram á sviði verzlunar og viðskipta og leiddi brátt til sérleyfa að mega reka verzlun í hinum ýmsu löndum og byggðarlögum. Það var hin alræmda einokun, sem um aldir mergsaug þjóðina öllu öðru fremur. Upp úr því, að þjóðin öðlaðist verzlunarfrelsi laust eftir miðja síðustu öld, tók hagur hennar nokkuð að vænkast. Smám saman færðist verzlunin á íslenzkar hendur. Má þar minna á vcrzlunar- samtökin við Húnaflóa og Gránufélagið undir forystu Tryggva Gunnarssonar. Einnig Ásgeirsverzlunina á ísafirði og Wathnc- verzlanirnar á Austurlandi, sem jafnvci áttu gufuskip til milli- landasiglinga. Jafnframt taka cinstaklingar víða um land að snúa bökum saman, stofna pöntunarfélög og síðar kaupfélög til kaupa á erlendum lífsnauðsynjum og þá einnig til þess að koma íslcnzk- Goðasteum 13

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.