Goðasteinn - 01.03.1971, Page 20

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 20
 KAUPFÉLAG EYFELLINGA o sameiginlegar vörupantanir og létu verzlunarfyrirtæki í Reykjavík og Vestmannaeyjum síðan gera tilboð í vörumagnið. Tóku þeir upp staðgreiðslu og seldu víxil að vorinu og náðu með þessum hætti mun hagstæðari kjörum en venja hafði verið. Vörurnar fengu þeir félagar svo með bátum að Fjallasandi, skipuðu á land í Holtsvörum og skiptu milli eigenda þar á ströndinni. Gafst þetta vel og tóku menn að hugleiða mátt samtakanna á verzlun- arsviðinu meira cn áður. Guðbrandur Magnússon annaðist bók- hald og fjárreiður þessara viðskipta að kostnaðarlausu. Með brottför hans úr héraði vorið 1917 féll starfscmin niður. En Vestur- Eyfellingar, sem notið höfðu góðs af viðskiptunum, vildu ekki gefast upp við svo búið. Því var það snemma árs 1919, sem tíu 18 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.