Goðasteinn - 01.03.1971, Side 25

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 25
Sr. ]akob Ó. Lárusson Sigurður Vigfússon, Brúnum fastráðið í Hallgeirsey, en meðal lausráðinna manna á fyrstu ár- um var Valdemar Þórðarson, er síðar varð þjóðkunnur kaupmað- ur og annar aðaleigandi fyrirtækisins Silli og Valdi í lleykjavík. Sigurður Vigfússon á Brúnum hljóp oft undir bagga með ígripa- vinnu á skrifstofu, og margir mcnn unnu að sjálfsögðu í þjónustu félagsins við uppskipun á vörum, þegar skip kornu upp undir Sandinn. Húsakostur kaupfélagsins í Hallgeirsey var lítill fyrst í stað. Sölubúð var innréttuð í hlöðuenda vestast í bæjarröðinni og fyrsta sumarið var reist vörugeymsluhús vestur á Affallsbakka. Þar fór einnig fram ullarmóttaka o. fl. Kaupfélagsstjórinn og fjöl- skylda hans fengu gestastofu á bæ Guðlaugs til afnota og höfðu einnig aðgang aö eldhúsi. Skrifstofa fyrirtækisins var innréttuð í gömlu lambhúsi, er stóð á milli bæjar og hlöðu. Var hún jafn- framt svefnherbergi Þorvaldar Stephensens, meðan hann dvaldist hjá félaginu. Vorið 1921 kcypti félagið jörðina Hallgeirseyjarhjá- leigu handa kaupfélagsstjóranum. Þar var svo árið 1925 reist gott timburhús á steyptum kjallara handa honum og jafnframt var garnla íbúðarhúsinu þar breytt í sölubúd og skrifstofu. Við þcnna húsakost sat svo, meðan félagið var neðra. Goðasteinn 23

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.