Goðasteinn - 01.03.1971, Page 28

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 28
hvað hærra en í nálægum verzlunarstöðum. Hafði það ill áhrif og lældi suma félagsmcnn frá viðskiptum. Þá olli það örðugleikum í rekstri, að ull, gærur og hross voru nálega einu gjaldeyrisvör- urnar, sem félagið átti völ á frá bændum fyrstu árin. Sláturfélag Suðurlands hafði þá starfað lengi á félagssvæðinu. Tók það á móti öllu sláturfé og greiddi andvirði beint til bænda en ekki um kaupfélagið eins og tíðkaðist í Vestur-Skaftafelss)'slu. Reynd- ust sumir þeirra helzt til scinir til að koma mcð þessa peninga og greiða skuldir sínar við K. H. L. Þá kom og til hið óstöðuga og crfiða verzlunarárferði eftir heimsstyrjöldina fyrri, sem átti drjúgan þátt í skuldasöfnun og vanskilum ýmissa viðskiptamanna. Svo illt var ástandið, að þegar í árslok 1921 var rætt um það i alvöru að leggja félagið niður sakir skulda og rekstrarörðugleika. Til þess kom þó ckki, þar sem félaginu tókst að halda láns- trausti sínu hjá S. I. S. og njóta þar áfram fyrirgreiðslu, þrátt fyrir ítrekaðan rekstrarhalla. Til að bæta aðstöðuna nokkuð var tekinn upp ýtrasta aðgæzla í rekstri, þótt fátt væri raunar hægt að spara, því að frá upphafi var gætt mikillar hófsemi í öllum tilkostnaði. Árið 1922 andaðist Einar Árnason í Miðey. Kom þá |ón Gísla- son í stjórnina sem varamaður. Árið eftir var fjölgað um tvo í stjórninni, og var hún þá þannig skipuð: Séra Jakob Ó. Lárusson, HoJti, Sigurður Vigfússon, Brúnum, Auðunn Jónsson, Eyvindar- múla, Ágúst Einarsson, Miðey, og Jón Gíslason, Sleif. Árið 1923 varð lítilsháttar rekstrar-afgangur, en skuldir félags- manna höfðu samt aukizt nokkuð. Var þá reksturinn svo örðugur, að adalfundur ályktaði, að félagið neyddist til að hætta störfum, ef ekki tækist að lækka skuldir viðskiptamanna. Þá stafaði félaginu mikil hætta um þessar mundir af úrsögnum og það oft hinna efnameiri manna. Gripið var til þess ráðs til að bæta af- komuna að lækka verð á fasteignum, áhöldum og vörubirgðum samkvæmt mati niður í sannvirði og jafna síðan viðskiptahallanum niður á viðskiptamenn, bæði félagsmenn og þá, sem sagt höfðu sig úr því, en voru samt ekki lausir við félagsskyldur sínar. í afskriftamatsnefnd þessa voru kosnir Sæmundur Ólafsson, Lága- felli, Guðjón Jónsson, Hallgeirsey og Ágúst Einarsson, Miðey. 26 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.