Goðasteinn - 01.03.1971, Síða 30

Goðasteinn - 01.03.1971, Síða 30
það hin þarfasta framkvæmd, sem bjargaði ekki aðeins einu víð- áttumesta og grasgefnasta gulstararengi landsins undan vatns- ágangi og Þykkvabænum þar með frá eyðingu, heldur kom byggð- inni um leið í þjóðbraut við vegakerfi Suðurlands. Tóku þá bænd- ur þar ncðra að flytja mjólk á bílum beint á Reykjavíkurmarkað og nauðsynjavörur sínar að sunnan. Voru þeir þar með komnir í sérstöðu við mikinn hluta félagsmanna K. H. L. á hinu óbrúaða vatnasvæði Rangárvailasýslu. Einnig kom það til, að vöruscnding til Þykkbæinga haustið 1925, kol, olía og fleira komst ekki á áfangastað, hcldur lá í Eyjum vetrarlangt. Var þctta nokkurt tjón fyrir félagið og einnig varð það til þess að Þykkbæingar gerðu sér Ijósar en áður, að þeir ættu ekki lcngur samleið með Kaupfélagi Hallgeirseyjar. Skildu því leiðir árið 1926 og varð fullt samkomulag um uppgjör. Þykkbæingar tóku að sér að selja vöru- birgðir sínar og greiða sinn hluta skulda félagsins, en voru að öðru leyti undanþcgnir frekari fjárkröfum sem samábyrgir með- limir K. H. L. Upp úr þessu tók svo Friðrik Friðriksson í Mið- koti að rcka sveitaverzlun í Þykkvabæ, er síðar varð umfangs- mikil. Árið 1926 var erfitt hjá kaupfélaginu. Að vísu varð smávægileg- ur rekstrarhagnaður, en skuldir félagsmanna höfðu aukizt og skuld félagsins við S. í. S. ekki lækkað, svo sem áskilið hafði verið í samningi árið áður. í ársbyrjun 1927 komu enn frarn raddir um að leggja félagið niður eða breyta því í pöntunarfélag. Kosin var ný nefnd til viðræðna við stjórn og endurskoðanda S. í. S., og voru í henni Guðbrandur Magnússon, Ágúst Einarsson og Guðjón Jónsson í Tungu. Á fulltrúafundi í apríl um vorið skýrði kaupfélagsstjóri frá störfum nefndarinnar og niðurstöðum viðræðna. Tillögur sam- kvæmt þcim voru síðan lagðar fyrir fundinn og áskilið jafnframt, að félagið skyldi leyst upp yrðu þær ekki samþykktar. Tillögurnar voru á þá leið, að hver deild tæki að sér skuldir félagsmannn sinna og gæfi út skuldabréf fyrir þeim til S. í. S. og greiddust þau með jöfnum afborgunum á næstu tólf árum. Hver deild skyldi og taka á sig halla, er stafaði af niðurfærslu á skuldum utanfélagsmanna, vörubirgðum, áhöldum og fasteignum félagsins. 28 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.