Goðasteinn - 01.03.1971, Síða 35
kaupfélagið, að vísu mcð skúrviðbyggingum til austurs og vesturs,
í samfleytt 27 ár eða þar til flutt var í stórhýsið við Austurveg
T957-
Á stjórnar- og fulltrúafundi 2. febrúar 1931 var Sigurður Vig-
fússon í forsæti, því að þá var séra Jakob Ó. Lárusson kominn
á sjúkrahús og átti ckki afturkvæmt til starfa. Framkvæmdastjóri
flutti skýrslu um hag félagsins, sem hafði farið mjög versnandi
árið á undan sakir óhagstæðrar afurðasölu og skuldasöfnunar við-
skiptamanna og félagsins í heild. Horfði þá þunglega um alla
vcrzlun, því að áhrifa heimskreppunnar var tekið að gæta veru-
lega. En hann skýrði einnig frá smíði verzlunarhússins að Stór-
ólfshvoli, sem var að mestu lokið, og rekstri útibúsins, er hafði
verið talsvcrður og gengið vel. Mælti hann með því að ráða Is-
leif Einarsson fastan starfsmann, og var það samþykkt.
Framkvæmdastjóri hreyfði þeim hugmyndum sínum, að kaup-
félagið semdi við Mjólkurbú Ölvesinga í Hveragerði um að flytja
til þess mjólk úr Hvolhrcppi og Fljótshlíð, síðar var það Mjólkur-
bú Flóamanna, er tók við mjólkinni, og taldi að flytja mætti
vörur, sem skipað yrði upp á Eyrarbakka, mcð sömu bílum aust-
ur. Áleit hann, að þannig mætti flytja allt að smálest í hverri
ferð. Féllst fundurinn á þessar ráðagjörðir og fól framkvæmda-
stjóra að hrinda þeim í framkvæmd. Hélzt þessi skipan til 1945
að þungavöru var skipað á land á Eyrarbakka og flutt þaðan
austur. Á þessum fundi var og rætt um nauðsyn þess að fá bæði
vatn og síma í verzlunarhúsið að Stórólfshvoli þegar á næsta vori.
Á aðalfundi um vorið urðu enn miklar umræður um útibúið á
Stórólfshvoli, einkum um skipulagðar ferðir vörubifreiða í sam-
bandi við mjólkurflutninga, sem félagið hafði þá tekið að sér.
I lok aðalfundar var haldinn stjórnarfundur og Sigurður Vig-
fússon kosinn formaður og Sigurþór Ólafsson varaformaður. Aðrir
í stjórn voru þá Auðunn Jónsson, Jón Gíslason og Valdemar
Jónsson, Álfhólum. Endurskoðendur voru Sæmundur Ólafsson og
Guðjón Jónsson, en varaendurskoðandi var kjörinn sr. Jón Skagan
í stað Vigfúsar Bergsteinssonar, sem þá var látinn.
1 ársbyrjun 1932 varð augljóst, að afkoma félagsins hafði enn
vcrsnað mjög sakir erfiðs verzunarárferðis, kreppu og vanskila.
Goðasteinn
33