Goðasteinn - 01.03.1971, Page 36

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 36
áýndist sumum þunglega horfa, að félagið kynni að leggja upp laupana þá og þegar, en aðrir voru bjartsýnni og auk þess reiðu- búnir til að leggja talsvert á sig til að félag þeirra mætti halda velli. Á aðalfundi 1932 var samþykkt að lcita til S. í. S. og biðja það að lána hæfan mann til að innheimta sem mest af skuldum og semja við skuldunauta félagsins. Talið var brýnt að ganga hart að skuldugum utanfélagsmönnum. Þá var einnig samþykkt, að þar sem tekjuafgangur félagsins cftir árið 1931 væri svo lítill að ekki nægði fyrir lögboðnum sjóðstillögum, skyldi hallanum jafnað niður á félagsmenn. Á stjórnar- og fulltrúafundi hinn 17. dcscmbcr 1932 var hið crfiða verzlunarárfcrði og skuldasöfnun enn til umræðu. Sam- þykkt var þó, að félagið héldi áfram, þrátt fyrir bágindin, í von um, að úr rættist. Á þcssum fundi bar framkvæmdastjóri fram tillögu þess cfnis, að þar sem starfsemi Kaupfélagsins væri sífellt að færast mcir og meir frá Hallgeirsey að Stórólfshvoli væri óhjákvæmilegt að byggja yfir starfsemina þar efra. Lagði hann til, að íbúðarhúsið í Hallgeirseyjarhjáleigu yrði flutt að Stórólfs- hvcli á næsta vori og sett þar upp. Voru þcssar tillögur sam- þykktar með miklum meiri hluta atkvæða. Hinn 9. marz 1933 var haldinn stjórnarfundur K. H. L. í Hall- gcirseyjarhjáleigu. Mættir voru þar Ágúst Einarsson, framkvæmda- stjóri, Sigurður Vigfússon, formaður, Jón Gíslason, Ey, Sigurþór Olafsson, Kollabæ, Guðjón Jónsson, Tungu, varamaður Auðuns Jónssonar, og cndurskoðendur fclagsins Guðjón Jónsson, Hall- gcirsey og Sæmundur Ólafsson, Lágafelli. Einnig sat fundinn Kristján Ólafsson, Seljalandi, sem þá var orðinn útibússtjóri undir Eyjafjöllum. Ákveðið var á þcssum fundi að flytja kaupfélagið, hcimili þess og varnarþing að Stórólfshvoli og því beint til næsta aðalfundar að brcyta 1. grein félagslaganna þannig, að í stað Kf. Hallgeirseyjar, Landeyjum, K. LI. L., kæmi Kf. Hallgcirseyjar, Stórólfshvoli, K.H.S. Var þetta endanlega samþykkt á aðalfundi 27. apríl 1933, cn ákveðið að hafa útibú í Hallgeirsey fyrst um sinn. Þessi flutningur kaupfélagsins frá brimströnd Landeyja upp í miðbik héraðsins við Stórólfshvol, var eðlileg afleiðing þeirrar 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.