Goðasteinn - 01.03.1971, Side 40

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 40
Sr. Þorstcinn Einarsson á Kálfafcllsstað segir 44 árum scinna, að þá sé taiið að þessi kirkja (í Vindási) hafi Vcrið flutt að Kálfafellsstað. (Blanda II 253) í Landn. í Skaftafelisþ. cr einnig getið um Klukkugil, og sagt, að um það sé sú sögn, að þar hafi papar steypt niður klukkum sínum, er þcir flýðu undan norrænum mönnum. Heldur cru nú litlar líkur til, að papar hafi sagt landnáms- mönnum, hvað þeir gerðu af klukkum sínum. Að vísu heyrði Stcíán Bencdiktsson bóndi í Skaftafelli, scint á síðustu öld, að hljómfegursta klukkan í Kálfafcllsstaðarkirkju, hefði átt að finn- ast á aurunum framundan Klukkugili, en sú sögn fær ekki stað- izt, því vitað er, að engin slík klukka hefur verið í þeirri kirkju á seinni tímum. Um uppruna örnefnisins Klukkugil eru engar heimildir til, sem mark er takandi á, en varla er vafi á, að það er af ærnafni d.regið eins og fleiri örnefni, því ærnafnið Klukka er vel þekkt á þessum slóðum enn í dag. Þá er eftir sú heimild, sem elzt cr (að því er ég bezt veit), að undanteknu því scm kcmið er frá Árna Magnússyni, en það cr Ferðabók Sveins Pálssonar. Þar er Papýlis getið á tveim stöðum, (bls. 287 og 534). Á fyrri staðnum virðist vcra um misskilning Sveins á því, sem honum hefur verið sagt, að ræða, því hvortveggja mun vera sama saga. Á seinni staðnum ræðir Svcinn eyðingu Litla Héraðs 1362 og bætir svo við: ,,Auk þessarar eyddu byggðar ganga munnmæli um kirkjustað, er í kaþólskri tíð hafi verið við lýði efst í dal þeim í Hornaíirði, sem Steinavötn falla um. Nafnið er nú gleymt, en cf til vill hcfur þarna staðið Hof í Papýli, sem getið er í Land- námu, því að Papýli hefur sennilega átt við svæðið milli Steinár og Fellsár. Það fylgir sögunni, að kirkjustaður þessi hafi eyðst af vatnagangi.“ En hvaðan kom Sveini þcssi fróðleikur? E. t. v. geta orð, sem standa ofar á sömu blaðsíðu, gefið bendingu um það, en þar stendur: „í bréfi frá góðvini mínum, sem lengi hefur verið prestur í næstu sveit austan Breiðamerkur- sands og auk þess er lærður maður og vitur, segir svo: „Það eru 38 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.