Goðasteinn - 01.03.1971, Side 42

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 42
Sr. Jón gat þó ckki hugsað sér, að Breiðabólstaður í Papýli hafi verið sami bær og Breiðabólstaður í Fellshverfi, enda er það rökrétt. Einar Ól. Svcinsson prófessor (Landnám í Sk.þingi) telur að vísu hugsanlegt, að synir Hrollaugs hafi ekki búið á Breiðaból- stað og telur þá líklegt að þeir hafi setzt að á Kálfafelli og Borg- arhöfn, þar sem það séu hvortveggja stærri jarðir. Þetta (með stærðina) er þó mjög vafasamt. Með Breiðabólstað verður að telja Stcina, Reynivelli og Fell til að fá réttan samanburð; en eftir Jarðabók Isleifs Einarssonar (1709) var Borgarhöfn 30 hundr. og Kálfafell jafnt. Um Kálfa- fellsstað var ekki vitað, en ætla má að hann hafi verið 40 hundr. og væri það þá til samans 100 hundr. Samkvæmt sömu heimild, voru Breiðabólstaður og Reynivellir hvort um sig 30 hundr. og Steinar 12 hundr. Dýrleiki Fells var á 16. öld 40 hundr. og hafa þá þessar jarðir verið að minnsta kosti 112 hundr. samanlagt. Fellsengjar voru taldar beztar af engj- um Suðursveitar langt fram á síðastliðna öld.1) En Jarðabók Isleifs tekur af allan vafa um það, að Staðarfjall var ckki kennt við kirkjustað, því í henni nefnir hann það fullu nafni Breiðabólstaðarfjall, og það nokkrum sinnum, svo að ekki getur verið um villu að ræða. Ekki þarf heldur að efa, að Isleifur hefði getið þess, ef sagnir hefðu verið um stóran stað undir Breiðabólstaðarfjalli, þar sem Breiðbælingar höfðu selstöðu á hans dögum. Það mun því óhætt að segja, að ekkert sé að marka þær sagnir, sem telja að Papýli hafi verið í Suðursveit, og fullyrðingin í nafna- skrá ísiendingasagnaútgáfunnar röng; Papýli hafi alls ekki verið í Suðursveit. En hvar var þá Papýli? Eins og áður er sagt, er það aðeins Hof og Breiðabólstaður, sem geta gefið bendingu um það, (nema ef hægt væri að átta sig á hvar Vorsar bjuggu). Trúlega hafa þessir bæir verið skammt hvor frá öðrum, því svo virðist, að Þorgeir hafi verið færður frá 1) Fcll var metið á 60 hdr. 1697. Þorv. Thoroddsen: Ferðabók III, bls. 232. 40 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.