Goðasteinn - 01.03.1971, Side 47
Eftir þetta bannaði hún börnunum að gera meira rót á hóln-
um eða leika sér þar. Varð hún ekki neins vör eftir það. Oft
hef ég hugsað um þetta undarlega fyrirbæri og leitað á því skýr-
ingar, en enga fundið. Þarna skyggði ekkert á og ekkert var það
sýnilegt, er orsakað hefði getað þessi undarlegu og endurteknu
högg. Því vaknar spurningin: Hvað var það?
Athugasemd
Frú Elísabet Árnadóttir, Aragötu 15 í Reykjavík, skrifar í árs-
byrjun 1970: „Gleðilegt ár og þöklc fyrir síðasta hefti Goðasteins.
Hann er alltaf góður gestur hér, og ég les hann mér til mikillar
ánægju. Á bls. 72 segir frá Jóhanni nokkrum Jónssyni, sem reri
með Daða formanni á Hvalnesi. Ég þykist vita, að átt sé við
Hvalsnes á Miðnesi, og þar sem ég er uppalin á næsta bæ
við Hvalsnes, þykir mér leiðinlegt að sjá þennan rithátt
og heyra í blöðum og útvarpi og reyni að leiðrétta, þegar
ég get. Það vill svo vel til, að sem barn þekkti ég Daða
Jónsson, scm þá bjó á Bala í Stafneshverfi. Faðir minn og
Daði keyptu jörðina Lönd og nytjuðu hana að hálfu leyti. Daði
rcyndist rnóður minni mjög vel, eftir að hún missti mann sinn, og
okkur börnunum var hann einnig góður, cn við vorum sex.
Sigurður, sem nefndur er í greininni í Goðasteini og var við
smíðar, hygg ég, að hafi verið móðurbróðir minn, því engum
smið man ég eftir með því nafni nema honum. Hann bjó á hálfri
Hvalsnesjörðinni. Kona hans var Una Einarsdóttir, ísleifssonar
frá Seljalandi undir Eyjafjöllum.
Sem barn man ég eftir því, cf bátar voru á sjó og brimaði
snögglega, að Hvalsneskirkja var opnuð og látin standa opin,
þangað til allir bátarnir voru lentir.“
Goðasteinn þakkar bréfritara þessa leiðréttingu, því ætíð „er
skylt að hafa það heldur, er sannara reynist.“
Goðasteinn
45