Goðasteinn - 01.03.1971, Page 48

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 48
Þórður Tömasson: Hugað að Hávamálum Getum við vænzt þess að finna nýja texta að kvæðum forn- aldar? Fræðimenn munu svara því ncitandi. Hver krókur og kimi safna er væntanlega þaulkannaður, og ekki er von til þess, að íslenzk jörð lumi á neinu markverðu á því sviði. Hér eru aðrar aðstæður en í sólbökuðum söndum og klettum Egyptalands og Jórdaníu. Rannsóknir síðustu ára á Bryggjunni í Bergen í Noregi hafa þó opnað óvænta útsýn á þessu sviði, og kynni fleira á eftir að kcma ef vel væri leitað. Alkunnugt er, að texti flestra Eddukvæða er byggður á hand- riti Konungsbókar Sæmundar Eddu. Heita má þar undantekning texti Völuspár, sem er með nokkuð öðrum hætti í Hauksbók. Nú munu ekki skiptar skoðanir um það, að kvæði, sem lengi var aðeins til í minni manna, hlaut þó nokkuð að breytast í meðför- um. Líklegt er t. d., að Norðlendingur og Sunnlendingur hefðu ekki þulið Völuspá með sama orðalagi í öllum greinum. Vart kemur annað til greina en mörg Eddukvæði hafi verið skrifuð upp víðar en á einum. stað á íslandi, er fyrst var farið að festa þau á bók, en í heild hefur eyðingin ekki þyrmt öðrum textum en þeim, sem komnir eru frá Konungsbók eða forriti hennar. Árni Magnússon kvaðst hafa misst Sæmundar Eddur geysimargar í brunanum í Kaupmannahöfn, en að því er bezt er vitað, voru þær allar runnar frá Konungsbók. Nú væri þó sízt fyrir það að synja, að fleiri textar hefðu geymzt allt til 17. aldar, sem varð skinnbókum þjóðarinnar skeinuhættari en flestar fyrri aldir, ef að líkum lætur. Hitt er líka glöggt, að ekki þarf nema citt pappírshandrit að vera milli skinnblaða, sem liðu undir lok á 17. öld og handrits, sem skráð var á seinni hluta 18. aldar. 46 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.