Goðasteinn - 01.03.1971, Page 59
Hér mcetast gamli og nýi tíminn. Stóri-Dalur 18. maí 1969.
Ljósm. Ottó Eyfjörð.
Um næstu ábúendur í Stóra-Dai eftir Runólf Úlfsson verður
ekkert sagt með vissu. Líklegt má telja, að Svertingur sonur hans
hafi búið þar með konu sinni Oddlaugu Vébrandsdóttur. Af heim-
ildum er helzt að ráða, að frændur Runólfs, Oddaverjar, hafi farið
með Dalverjagoðorð á 12. og 13. öld. í Prestatali og prófasta á
íslandi eftir sr. Svein Níelsson (2. útg. 1950, bls. 57) er látið að
því liggja, að Loftur Sæmundarson frá Odda hafi verið prestur í
Stóra-Dal, en meir en óvíst er, að svo hafi verið.
Kolskeggur inn auðgi, Eiríksson, bóndi í Stóra-Dal kemur við
sögu í Sturlungu. Systir hans, Þóra, var frilla Orms Jónssonar á
Breiðabólstað, og „hafði Ormur af fé Kolskeggs slíkt, er hann
vildi, því að Þóra var arfi Kolskeggs en börn hennar eftir hana“.
Á tengsli Orms við Stóra-Dal bendir efalaust skógarítakið Orms-
nautur, sem Stóri-Dalur átti fyrir eina tíð á Þórsmörk. Ormur
var, svo sem alþekkt er, sonur Jóns Loftssonar í Odda og fór með
Dalvcrjagoðorð.
Godasteinn
57