Goðasteinn - 01.03.1971, Síða 63

Goðasteinn - 01.03.1971, Síða 63
Eyjólfur hafi keypt Stóra-Dal af Helga Teitssyni skömmu eftir dóminn 1475, og bjó hann í Dal efra hlut ævinnar, en dáinn mun hann um 1490. Af kaupmálabréfi Sveins Sumarliðasonar 1485 er þó helzt að ráða, að hann telji sér Stóra-Dal. I Dalsmáfdaga í Fornbréfasafni, sem talinn er Stefánsmáldagi frá um 1491 (ísl. fornbréfasafn VI, bls. 39) segir: „Kirkjunni í Dal gaf Eyjólfur lögmaður hálfa Syðstu-Mörk og hálfan Sauðhúsvöll undir Eyja- fjöllum, cnn kirkjan átti áður þessar jarðir hálfar." Sonur Eyjólfs og Ragnheiðar var Eiríkur bóndi í Stóra-Dal, sennilega fæddur um 1475. Hann giftist Hólmfríði Erlendsdóttur sýslumanns í Teigi, Erlendssonar, sem nefnd hefur verið Hólm- fríður ríka, og kom þar mikill auður saman í löndum og laus- um aurum. I eigu Hólmfríðar var ein höfuðgersemi íslenzkra bóka, sem enn cr til, Konungsbók Grágásar, hinna fornu þjóðveldislaga. Færa má nokkrar líkur að því, að í eigu þessara gömlu Dalverja og niðja þeirra, á Höfðabrekku í Mýrdal, hafi verið það handrit, scm dýrmætast er með norrænum þjóðum, Konungsbók Sæmundar Eddu. Hólmfríður ríka var höfuðskörungur. Svo er haft fyrir satt, að hún hafi barizt við bróður sinn Vigfús hirðstjóra á Hlíð- arenda, þar sem nú heitir Hallshólmi fyrir ofan Stóru-Dímon. Var þar handhöggvinn maður, sem Hallur hét. Flólmfríður bjó á Eyvindarmúla í Fljótshlíð cftir lát Einars með seinni manni sínum, Jóni Hallssyni skáldi og sýslumanni. Hún átti kapellu, þar sem nú heitir Kapelluhús í túninu í Árkvörn, og liggur að því Hólmfríðargata. Svo virðist sem Einar bóndi í Stóra-Dal hafi lagt litla rækt við kirkju og helgar tíðir, því prestadómur útnefndur af Ögmundi biskupi Pálssyni 1539 færir það til, að í tíð Einars hafi legið niðri kirkjurnar í Dal og á Höfðabrekku, önnur í 15 ár, svo að ekkert guðlegt embætti var framflutt á greindum görðum, sem til bar.“ Var Eyjólfur sonur Einars dæmdur sekur 6 mörkum fyrir Dals- kirkju á hverju ári, „so lengi, sem hún niðri lá, afslegnum þremur enum fyrstu árum“. Eyjólfur Einarsson bjó í Stóra-Dal eftir foreldra sína, giftur Helgu dóttur Jóns biskups Arasonar. Hann sætti ákæru af Ög- Goðasteinn 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.