Goðasteinn - 01.03.1971, Side 72
I gömlu kirkjunni er hætt að stíga í stólinn.
Hún stendur enn vökul, sem öldruð móðir og þreytt.
En áin, sem niðar þar austan við Kirkjuhólinn
er ímynd þess fáa, sem tímarnir hafa ekki breytt.
En vegsemd þín, Drottinn, veðrast ei né breytist,
nú vermandi orð þitt skal flytja frá nýjum stól.
Blessaðu í okkur barnið, gef öllum veitist,
bjartara viðhorf í ylnum frá trúarsól.
Gef, að hún veki þinn gróður,
sem hjá okkur kól.
Vísa Eiríks blinda
Ég er blindur, áttræður,
allvel hrcss og rólegur,
latur samt ég orðinn er,
þótt allir góðvild sýni mér.
Ævin þó að myrk sé mín,
mín er von hún bráðum dvín
og aftur blessuð birtan skín.
Ekki man ég fyrr eftir mér en ég heyrði föður minn syngja
þessa vísu, sem hann hafði lært, ásamt lagi, af Bjarna Jóhannesi
Jónssyni í Vík í Mýrdal. Þuríður Jónsdóttir í Hvammi sagði mér,
að hún væri eftir Eirík blinda í Hólum (Eyvindarhólum). Hún
sá hann einu sinni í Hólakirkju um 1865, fallegan mann og gáfu-
legan með mikið, hvítt skegg.
Þ. T.
70
Goðasteinn