Goðasteinn - 01.03.1971, Qupperneq 75
Þórdur Tómasson:
Skyggnzt um bekki í byggðasafni XIX
Hornístað Ingibjargar Árnadóttur
Reiðtygi hafa verið í eigu Islendinga alla tíð. Efni og tízka
hafa ráðið gerð þeirra. Listamenn á sviði málmsmíði unnu frá-
bær verk í skreytingu hnakka og söðla, sem enn má sjá, og er
þó aðeins lítið brot eftir skilið af þcim auði liðinna alda.
Fátæk alþýða átti ekki alltaf völ söðla eða hnakka, er bregða
skyldi sér bæjarleið. Hér kom það einnig til greina, að vönduð
rciðtygi hentuðu ekki öllum förum. Hnakkar og söðlar nefndust
í viðlögum í mæltu máli þófareiði, sem táknar þá reiðtygi mcð
þófa undir, en víðast hvar á Suðurlandi var einnig til rciðvcr, sem
aðeins nefndist þófi og var ullarþófi eða melþófi eftir efni. Nafnið
þófi mcrkir þó að upphafi aðeins reiðver gert úr ullarflóka (þæfu).
Þófar af þcssari gerð voru til á einstaka heimili fram um þriðja
tug þcssarar aldar, en nú mun þá vart að finna nema á Þjóð-
minjasafninu í Reykjavík og melþófa þó hvergi - ef að líkum
lætur.
Þófar voru klæddir með vaðmáli eða boldangi og ýmsir not-
uðu við þá hamólar, sem voru með festingum fyrir gjörð og
ístöð. Byggðasafnið í Skógunt á cinar hamólar, frá Sæmundi
Jónssyni í Sólheimahjáleigu, og ntargar hamólahringjur. í stað
hamóla notuðu þó ýmsir lausaístöð úr horni, cr þófi var lagður
á hest. Vcnja var að leggja brekánslepp eða gæruskinn yfir þófa
í ferðalögum, og var þá girt á með yfirgirðingu, ofinni. Horn-
ístöðin voru venjulega fest í snæri, scm lagt var yfir þófann á
hestinum. Var hnýtt neðan að snærinu báðum megin og hnútur-
inn hafður það sver, að ístöðin gátu ekki runnið niður.
Godastelnn
73