Goðasteinn - 01.03.1971, Side 79

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 79
í Hvammi um ættir Rangæinga og Skaftfeliinga. Þá sagðist .hann ekki hafa gefið því gaium og helzt gengið út, en á elliárum harmaði hann að hafa ekki lagt eyrun við þeim fræðum. Sigurður Brynjólfsson frá Vatnahjáleigu í Landeyjum ólst upp í Lækjarhvammi (Norðurhjáleigu) þar í byggð. Frá honum hef ég þessa frásögn: „Ingibjörg Árnadóttir hét gömul kona, sem stundum kom að Lækjarhvammi og á næstu bæi þar í kring í ungdæmi mínu. Ég held, að hún hafi þá verið til heimilis einhvers staðar undir Vest- ur-Eyjafjöllum. Einu sinni var ég látinn fylgja henni til næsta bæjar. Settist hún þar í baðstofu og tók fólkið tali, því henni var að jafnaði létt um mál. Við krakkarnir brugðum á leik og gáfum tali fullorðna fólksins engan gaum, fyrr en við heyrðum gegnum leikærslin, að Ingibjörg sagði: „Afi minn átti 20 börn“. Þetta þótti okkur slík firn, að við rákum upp skellihlátur. „En þau létu ekki eins og fífl“, bætti sú gamla þá við.“ Nú eru það aðeins rytja af askloki, spónn og hornístað, sem mi.nna áþreifanlega á það, að til hafi verið kona, sem hét Ingi- björg Árnadóttir, kona, sem átti sér mikil örlög en litla sögu. Hornístaðið hennar lætur iítið yfir sér, cn blessuð veri þau, sem fleyttu því yfir torfærurnar og vonandi í trygga höfn. Árétting utn þingboðsaxir Þingboðsöxi var síðast borin um í Árnessýslu 1879. Kolbeinn frá Úlfljótsvatni sagði, að hreppstjóraaxir hefðu verið óverklegri en sýslumannsaxir, svipminni, blaðið ekki eins stórt, mjórra og ekki snaghyrnt. Þannig var öxi Jóns á Bíldsfclli. Axir, sem Kol- beinn sá, voru allar smíðaðar úr eik. Teikning af hornístaði er gerð af Jóni Kristinssyni skólastjóra, Skógum. Goðasteinn 77

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.