Goðasteinn - 01.03.1971, Side 80

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 80
Gunnar Magnússon frá Reynisdal: Halli fjallkóngur í Ausubólsbólum þeir byggðu sér ból, hann Bárður og Haraldur sterki, það var fyrir löngu, í vordaga sól, þar voru nú hraustmenni að verki. I „Afréttinn“ lögðu þá leið sína menn, sem léttfættir voru að smala, og kóngur var Halli, sá karl lifir enn, ei knálegri mann nú þeir ala. Um Skorurnar fór hann fimur á stöng, og flughengið gein honum undir. Hann mæddist við fátt, var þrekmenni í þröng, og þróttmiklar voru hans mundir. En geðið var síkátt og lundin var létt, honum lét vel að fara með stöku, og hvað sem hann vann, var allt heflað og slétt, hann kvað halda enn sinni vöku. 78 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.