Goðasteinn - 01.03.1971, Page 84
Sögur frá Núpi í Fljótshlíð
Frásögn Katrínar Jónasdóttur, húsfreyju, Núpi í Fljótshlíð.
Rökkursaga sögð á kvöldvöku í orlofsviku Sambands sunnlenzkra
kvenna á Laugarvatni í scpt. 1970.
Bæirnir á Núpi í Fljótshlíð standa undir lágri fjallshlíð. Norð-
austan bæjanna, steinsnar uppi í brekkunni, er stór hellir, talinn
einhver stærsti hellir á Suðurlandi. í hellisdyrunum er mikið
bjarg, sem augsýnilega hefur fallið úr hellisþekjunni.
í austurbænum á Núpi hefur sama ætt búið alllengi, mann
fram af manni í beinan karllegg. Er röðin þannig: 1. Högni
Guðmundsson, núverandi bóndi á Núpi (1970), 2. Guðmundur
Guðmundsson, 3. Guðmundur Magnússon, 4. Magnús Magnússon,
5. Magnús Sigurðsson og 6. Sigurður faðir hans.
Er Magnús Magnússon (langafi núverandi Núpsbónda) var á
unglingsárum, nálægt fermingaraldri, var citt sinn verið að rýja
fé í hcllinum og marka lömb. Þótti þeim, sem við þetta voru,
ganga óvenjulega vei, þar sem svo mikið verk var að (vinna.
Það skipti engum togum, er búið var að reka féð úr hellinum,
þá féll bjargið, en engin óhöpp urðu að því, hvorki á fólki né
fénaði.
Gamlar sagnir eru um vætt, sem haldi sig í hellinum og birtist
í gráu lambslíki, cr hún nefnd hcllislambið. í hcllinum er skúti
dimmur, sem heitir Lambsból.
Hellisvætturin mun hafa sézt tvívegis á þessari öld. Á árunum
1916 og 1917 var eitt sinn geymt í hellinum - aðfaranótt réttar-
dags - óskilafé frá Núpi og nágrannabæjum. Að morgni komu
svo menn til að taka féð og reka til rétta. Einn þcirra aðkomu-
manna fór niður í hellinn til að víkja fénu út og hieypur það
82
Goðasteinn