Goðasteinn - 01.03.1971, Page 86
réði húsum, að kletturinn yrði látinn ósnertur og hefur verið farið
eftir því. Katrín hefur beðið tengdadóttur sína hins sama.
Er sú brcyting varð, að farið var að nota vagna við heyflutn-
ing, varð nokkuð þröngt við hlöðuna vegna klettsins, en þó hefur
hann verið látinn kyrr. En svo var hlaðan rifin til að rýma fyrir
nýbyggingu, cr íbúðarhúsið var stækkað.
Börn hafa mjög sótt að klettinum til leikja og aldrei orðið
óhöpp að, ekki komið fyrir að þau hafi mcitt sig hið minnsta.
Hyggur Katrín að sér mundi verða gert viðvart ef varast þyrfti
að börn væru að lcikjum við klettinn.
Handrit Önnu Vigfúsdóttur frá Brúnum:
„Fleira cr til á himni og jörðu, Horaz, en heimspckina þína
dreymir um“. A. V.
Eldur er beztur
Allir kannast við vísuna: „Þcgar lundin þín er hrelld.“ Sama
hugsun er í málshættinum: „Sit við cld ef er þér krankt og við
sjó ef finnst þér langt.“ Áður fyrr var það venja sumra, cr sjóða
átti spröku eða hval, að setja fáein saltkorn í eldinn. Gamalt
ávarp til eldsins er á þessa leið:
Logaðu eldur.
Scl á að sjóða,
svín að brenna,
sjálfur skaltu á soðinu kenn.
Norður-lsafjarðarsýsla.
84
Goðaste'mn