Goðasteinn - 01.03.1971, Page 92

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 92
Helgu geymi herrans náð hagsældar á vegi, Guðbjörg hljóti gæfuráð, þó gígjustrengur þegi. Ólöf hreppi auðnuhag allar lífsins tíðir, cilífs sumars yndishag, unz hún nær um síðir. Barkarstaða blessi hús blíður drottins friður, himingæfa hjálparfús haldist æ þar viður. Fá skáld hafa kveðið íslenzku heimili meira lof eða betri óskir en skáldið á Stað í Steingrímsfirði og síðast í Gufudal, Guðmundur Gísli Sigurðsson (f. 1834, d. 1892). Hann var prestur í Fljótshlíðarþingum 1865-1866 og átti þá heimili hjá Sigurði ísleifssyni á Barkarstöðum og konu hans, Ingibjörgu Sæmunds- dóttur, en heimili þeirra var víðþekkt fyrir myndarskap og gest- risni. Ljóðabréfið er hér birt eftir frumriti og ber Goðasteini að þakka það Sigurði Tómassyni á Barkarstöðum, sonarsyni Sigurðar og Ingibjargar. 90 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.