Goðasteinn - 01.09.1972, Side 6

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 6
grímssonar, Gaulverjabæ, Páls Briem sýslumanns á Árbæ og Þórð- ar Guðmundssonar, alþingismanns í Hala. Pöntunarfélagið rak mikla verzlun og verzluðu við það bændur á Suðurlandsundir- lendinu um árabil. Síðar voru stofnuð kaupfélög með aðsetri bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hvorugt þeirra félaga stóðst áhrif heimsstyrjaldarinnar 1914-1918, né gamla selstöðuverzlun Lefoli. Verzlun Árnesinga og Rangæinga fluttist þá til Reykjavíkur að mestu. Austur-Skaftfellingar sóttu þá meiri verzlun í Höfn í Hornafirði og Vestur-Skaftfeiiingar til Víkur. Fyrstir til að reyna nýjar leiðir voru bændur úr austanverðri Rangárvallasýslu, sem bjuggu fjærst Reykjavík. Þeir stofnuðu kaupfélag Hallgeirseyjar með aðsetri í Hallgeirsey í Austur- Landeyjum árið 1919. Síðar voru stofnuð Kaupfélag Árnesinga, með aðsetri að Selfossi, laust fyrir 1930, og Pöntunarfélag Holta- manna með aðsetri að Rauðalæk árið 1930. Ég ætla að minnast ofurlítið á stofnun Pöntunarfélags Holta- manna. Á aðalfundi Rauðalækjarrjómabúsins 6. febrúar 1930 var rætt um að stofna pöntunarfélag fyrir Ása- og Holtahrepp og fimm manna nefnd kosin til að undirbúa lög fyrir nefnt félag. Þessir menn voru kosnir: Guðjón Jónsson, Ási, Bjarni Jónsson, Meiri-Tungu, Ólafur Ólafsson, yngri, Lindarbæ, Gunnar Run- ólfsson, Syðri-Rauðalæk, og Þorsteinn Þorsteinsson, Ásmundar- stöðum. Mánudaginn 21. apríi 1930 komu nefndarmenn saman að Syðri-Rauðalæk til að semja lög fyrir væntanlegt pöntunarfélag. Formaður nefndarinnar var Ólafur Ólafsson, Lindarbæ, og ritari Bjarni Jónsson, Meiri-Tungu. Stofnfundur Pöntunarfélags Holtamanna var haldinn 1 Rauða- lækjarskála 11. maí 1930. Fundarstjóri var kosinn Ingimundur Jónsson, Hala og ritari Helgi Hannesson, Sumarliðabæ. Tuttugu manns mættu á fundinum. Lög félagsins eins og nefndin samdi: voru samþykkt án breytinga. í fyrstu stjórn félagsins voru þessir menn kosnir: Bjarni Jónsson, Meiri-Tungu,, Helgi Hannesson, Sumarliðabæ, Ólafur Ólafsson, Lindarbæ. Varamaður í stjórn Hannes Friðriksson, Arnkötlustöðum, Endurskoðendur: Haraldur Halldórsson, Efri-Rauðalæk, og Þorsteinn Þorsteinsson, Ásmund- arstöðum. Á fyrsta stjórnarfundi var Bjarni Jónsson, Meiri-Tungu, 4 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.