Goðasteinn - 01.09.1972, Page 49

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 49
sulturinn sár. Efnahagur föður míns batnaði mikið, þegar hann fór að veita vatni á engjarnar og við bræðurnir að slétta túnið, sem fram að því var svo karkaþýft, að ekki var hægt að leggja reipi milli þúfnanna. Snemma var ég ljóðelskur, hugsaði til að verða skáld, já, og kaupmaður. Var það meðfæddur barnaskapur. Sólríku dagarnir, sem nú eru að líða, minna mig á mislingasumarið 1882. Var þá grasleysi mikið en sólríkt mjög. Ég hnoðaði þá saman þessari vísu: Ó, hve tíðin er indæl, alla gleður lýði. Aldrei blessuð sólin sæl sína hylur prýði. Alltaf var verið að hnoða saman vísum. Við vorum drjúgir við það bræðurnir og Erlendur Árnason æskuvinur minn, nú trá- smiður í Vestmannaeyjum. Daginn sem ég var fermdur, fannst mér ég verða fyrir móðgun. Ég hafði víst brotið eitthvað af mér og fékk hirtingu. Varð mér svo mikið um, að ég fleygði mér upp í bælið mitt, orgaði og hét því með sjálfum mér, að ekki skyldi ég láta ferma mig. Ég átti unga kisu, sem mér þótti vænt um, já, elskaði heitt. Kisa hefur víst séð, að illa lá á mér, lagðist um hálsinn á mér og fór að sleikja mig. Byrjaði hún við eyrað, sem upp vissi, og sleikti upp kinnina. Þerraði hún svo smátt og smátt burtu tárin með blessuðu, litlu tungunni sinni. Við þetta rann mér nokkuð reiðin og ég fór að hugsa um það, að mest mundi það bitna á mér sjálfum ef ég léti ekki ferma mig. Ég yrði viðskila við fermingarsystkini mín, sem voru orðin mér mjög kær og höfðu sýnt mér vináttu og tryggð, og í öðru lagi yrði úr þessu óvanalegt hneyksli. Út frá því datt mér í hug að yrkja um kisu mína og kom því þegar í verk. Þctta var ekki merkilegur kveðskapur, en ég man hann enn: Langar styttir stundir stuttleit kisa mín. Allt fram andlát undir ertu vina mín. Goðasteinn 47

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.