Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 49
BRAGÐVÍSIFÖDUR DUDDLESWELL
47
stríðsáranna og hann hélt áfram að
endurtaka: ,,Hve dásamlegt fólk.
Hvílíkt örlæti og göfugleyndi.”
Síðasta sunnudaginn fyrir basarinn
beindi hann athygli fólksins að
ósnortinni náttúru staðarins sem
valinn hafði verið fyrir basarinn, en
það var leiksvæði efnaverksmiðju
Argos. „Biðjið, biðjið, biðjið,”
endurtók hann, ,,um blátæran
himinn.”
Ég skaut að honum að við hefðum
haft hitabylgju í þrjár vikur — sem
var óvenjuleg lenging á ensku sumri.
Það gæti ekki enst. ,,Það myndi
borga sig að leigja stórt tjald, svo
verðmætir hlutir að minnsta kosti
gætu verið undir þaki. ’ ’
„Hefur þú ekki trú á almættinu,
faðir Neil?”
Ég hafði heyrt getið um trúaða
menn sem rigndi á.
,,Þú getur ekki átt við sanna
trúmenn.”
„Katólikka, faðir.”
,,Að nafninu til. Ég hef aldrei á
ævi minni vitað málefni lagt eins
algjörlega í hendur skaparans af
sannkristnum mönnum. Auk þess
hef ég, faðir Neil, athugað möguleik-