Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 9

Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 9
7 HÚN ,,SÉR” ÞAÐ SEM ÖÐRUM ER HULIÐ finna lík drengsins. Hún játti því áköf. Þegar kom fram á árbakkann, þar sem slóð Michaels hafði endað I snjónum, stagaðist hún þráfaldlega á því, að hún sæi líkið í pípu. En einu pípurnar, sem Vicaro vissi tengjast ánni, voru regnavatnsræsin, sem báru vatn fram í ána en ekki úr henni, svo hvernig gat líkið hafa borist úr ánni inn í þau? Vicaro bað Dorothy að reyna að komast andlega eins nærri líkinu og hún gæti og segja honum hvað væri beint fyrir framan og aftan. ,,Hún svaraði: ,,Vatn fyrir framan og aftan.” ,,Stendurþú í vatni?” „Nei.” Annað hvort er hún vitlaus eða ég vitlaus, hugsaði Vicaro. Svo datt honum í hug, að dáleiðari kynni að geta haft nánari upplýsingar upp úr frúnni. Eftir nokkra könnun lá leið hans til Richard Ribners, sálfræðingsí New York, sem hálf-dáleiddi Dorothy. I því ástandi sá hún töluna 8 og bílastæði. Næstu daga bætti hún smám saman meiru við. Hún sagði Vicaro að hún sæi skóla með girðingu í kring, grátt hús og skrifstofuhús með gylltum stöfum á dyrunum, og verksmiðju fyrir aftan. 7. febrúar kom Vicaro á stöðina og frétti, að lík Michaels Kurcsics hefði fundist í Bleikitjörn, sem Þriðjá rennur í, um fimm kílómetrum neðar en drengurinn féll í ána. Vicaro ók þangað, sem líkið fannst. „Það datt yfir mig,” sagði hann. „Tjörnin er tvískpt, og grandi á milli. Þegar ég stóð á grandanum var vatn fyrir framan mig og fyrir aftan mig. Þaðan sem ég stóð sá ég almennings- skóla nr. 8 með girðingu 1 kring, grátt hús og skrifstofuhús með gylltum stöfum á hurðinni. Bak við skrifstofu- húsið var verksmiðja með stóru bíla- stæði. Og Michael — hann var í pólóskyrtu og í hana var nælt litlum krossi. Og hann var með skóna á öfugum fæti.” Seinna komst Vicaro að því, að þegar Michael fórst, hafði bygginga- fyrirtæki lagt víð rör í ána þar sem hún rann út í tjörnina. Það var gert til að búa til bráðabirgðabrú. Ekki er ósennilegt, að lík drengsins hafi um tíma krækst í eitthvað í þessum rörum og staldrað þar við um hríð. Ribner sálfræðingur hefur fylgst með Dorothy síðan fundum þeirra bara saman. „Hún „sér” ekki alltaf rétt,” segir hann. „Hún „sér” kannski „mynd” af bíl með 269 á númeraplötunni. Ef sú talnaröð leiðir ekki til neins, er rétt að kanna 692 eða 296. Eða númerið getur átt við heimilisfang eða símanúmer. Athyglisverð hlið á náðargáfu Dorothy kom eitt sinn fram á skrifstofu Ribners. Hún kom þangað með tveimur rannsóknarlögreglu- mönnum í sambandi við ákveðið mál. Þegar þau komu, sat maður í biðstofu sálfræðingsins. Þegar þau þrjú voru komin inn til sálfræðings- ins, sagði Dorothy formálalaust: „Richard, ungi maðurinn þarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.