Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
vaknaði með honum, þegar hvíti
maðurinn fór inn í húsið. Myndu
svertingjarnir nú ekki frelsa hann? En
þeir gerðu ekkert, og Kúnta fylltist
ofsa reiði. Hvers konar svertingjar
voru þetta, sem höguðu sér eins og
geitur túbobs?
Um nóttina svaf hann á jörðinni,
hlekkjaður við staur. Daginn eftir var
haldið áfram, og að kvöldi þriðja dags
var komið að stóru húsi. Túbobinn
steig niður, sagði eitthvað við
volofmanninn og fór inn. Kassinn fór
lengra, að nokkrum litlum kofum.
Þar losaði volofmaðurinn keðjuna,
lyfti Kúnta upp úr kassanum og lagði
hann á jörðina. Kúnta spratt á fætur
og reip um kverkar mannsins, þar
sem hann hélt heljartaki þar til högg
svertingjans urðu veikari og hann
missti máttinn. Þá hratt Kúnta
honum til jarðar og tók á rás. Hann
hljóp í hnipri í áttina til skógar, sem
hann sá móta fyrir í fjarska. Vöðvar
hans voru svo rýrir af notkunarleysi,
að hreyflngin olli hinum kvöldum.
Samt var það ekkert móti því að vera
frjáls aftur x svalri næturgolunni.
Hann ruddist inn í skóginn — en
hnykkti við þegar hann var strax
kominn út úr honum aftur, út á
annan akur. Hann sneri við, leitaði
fyrir sér þangað sem skógurinn var
þéttastur og lét þar fyrirberast. I
dögun sá hann hvar austur var, kraup
á hnén og bað til Allah.
Um svipað leyti komu hundarnir,
slðan mennirnir, allir hvltir nema sá
sem Kúnta tók kverkataki kvöldið
áður. Kúnta átti ekki undankomu
auðið. Hann var vafinn kaðli, hert að
og dreginn upp 1 tré þar til aðeins
tærnar námu við jörð. Síðan var hann
barinn með svipu þar til hann missti
meðvitund. Þegar hann vissi af sér
næst, lá hann á gólfinu í litlum kofa
og útlimir hans teygðir í hlekkjum
sinn að hverjum staurnum í
kofahornunum. Hver hreyflng olli
honum þjáningu, en hann ásakaði
sjálfan sig. Honum hafði mistekist, af
því hann reyndi of snemma að flýja.
Fimmta morguninn kom
volofmaðurinn inn í kofann með tvö
rammgerð öklajárn, tengd saman
með keðju. Þau festi hann um ökla
Kúnta, áður en hann leysti hann frá
staurunum. Svo dró hann Kúnta á
fætur og tók að pota í bringu hans og
tala: ,,Þú Toby!” Kúnta starði
skilningslaus á hann. Þá potaði
maðurinn í sjálfan sig: ,,Eg
Samson.” Síðan aftur í Kúnta: ,,Þú
Toby.” Smám saman rann ljós upp
fyrir Kúnta, og hann reiddist. Hann
langaði að hrópa: ,,Ég er Kúnta
Kinte, fyrsti sonur Ómorós, sem er
sonur hins helga manns, Kairaba
Kúnta Kinte! ’ ’ En hann stillti sig.
Kúnta var nú settur til að skera
korn. Hann notaði tímann til að gera
sér grein fyrir umhverfinu. Hann
komst að því að hann var kominn á
stað, sem kallaður var Spotsylvaníu-
hreppur í Virginíu. Túbobinn var
kallaður ,,húsbóndi” og í húsi hans
bjó kventúbob, sem kallaður var