Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 88
80
búnt eftir verðgildi. Þessum 360
þúsund dollurum var svo komið fyrir
■f voldugum kistlum og þeir
innsiglaðir.
Snemma næsta morgun kom
sendimaður og lét kistlana í skottið á
bílnum sínum. Þar sem bandarískir
tollverðir hafa takmarkað leyfi til að
tollskoða bíla, sem yfirgefa landið,
em bílar sjaldan tollskoðaðir, þegar
þeir fara inn í Mexíkó. Þess vegna
voru peningarnir komnir heilu og
höldnu í fjárgeymslu Sicilias síðla
þennan sama dag.
Auðvitað var þetta ekki hreinn
ágóði: Ökumaður tankbílsins fékk
þúsund dollara, bóndinn sem átti
skemmuna fékk þfjú þúsund dollara.
Hinn bandaríski félagi Sicilia, Roger
Fry, fékk sín umboðslaun, Hreinn
ágóði Sicilia var ekki nema 230
þúsund dollarar.
í nokkra daga var auðurinn í
geymsluhverlfingunni í Tijuana, í
góðum félagsskap hundruð þúsunda
annarra dollara. Sicilia var nú
tilbúinn að stíga fyrsta skerfið til að
dulbúa — strauja — þennan hagnað.
Ef númerin hefðu verið skráð, þurfti
að skipta þeim fyrir aðra seðla, til þess
að koma í veg fyrir þann möguleika
að fíkniefnalögreglan í
Bandaríkjunum hefði merkt þá til
þess að rekja slóð þeirra. Þetta var
enginn vandi, því Sicilia hafði mútað
bankastarfsmönnum í Banco
Longoria f Tijuana. Um leið og
seðlarnir væru komnir í bland við
innlegg hundmða annarra viðskipta-
ÚRVAL
vina, var engin leið lengur að rekja
hver hefði komið með þá.
Nú gerði Sicilia ráðstafanir til að
fljúga til Sviss í lok júní, ásamt systur
sinni, Mercedes, Roger Fry og konu
hans, Paulette. Öll fjögur áttu að
opna bankareikninga.
19. júní kom brynvarinn bíll til
Banco Longoria og hirti eins og
venjulega seðla og ávísanir, sem áttu
að fara til stofnana I Bandaríkjunum.
I hann fóru meðal annars 230 þúsund
dollarar Sicila. Seinna þennan dag
voru þessir peningar lagðir inn í
bandarískan banka, sem Banco
Longoria hafði viðskipti við. Þaðan
var innleggið þegar í stað flutt —
með fjarrita — til Barclays Bank í
Nassau.
I Bandaríkjunum kveða lög svo á
um, að allir bandarískir bankar séu
skyldir til að skrá fjármunahreyfingar
inn í landið og út úr því. Tilgangur
þessara laga er sá, að koma í veg fyrir
að hringir geti falið hagnað sinn á
leynilegum, erlendum reikningum.
Lögin skylda lfka ferðamenn og
sendimenn, sem flytja með sér meira
en 5 þúsund dollara í peningum yfir
bandarfsku landamærin að gefa
tollvörðum skýrslu um það. En
fjármunatilfærsla milli landa eftir
venjulegum bankaleiðum er undan-
þegin þessum lögum. Svo þessir
flutningar komu ekki fram á nokkurri
tollskýrslu. Þegar þeir voru komnir í
kring, var bankareikningur Sicilia f
Nassau orðinn vel yfir ein milljón
dollarar — allt „öruggir” peningar,