Úrval - 01.03.1979, Side 88

Úrval - 01.03.1979, Side 88
80 búnt eftir verðgildi. Þessum 360 þúsund dollurum var svo komið fyrir ■f voldugum kistlum og þeir innsiglaðir. Snemma næsta morgun kom sendimaður og lét kistlana í skottið á bílnum sínum. Þar sem bandarískir tollverðir hafa takmarkað leyfi til að tollskoða bíla, sem yfirgefa landið, em bílar sjaldan tollskoðaðir, þegar þeir fara inn í Mexíkó. Þess vegna voru peningarnir komnir heilu og höldnu í fjárgeymslu Sicilias síðla þennan sama dag. Auðvitað var þetta ekki hreinn ágóði: Ökumaður tankbílsins fékk þúsund dollara, bóndinn sem átti skemmuna fékk þfjú þúsund dollara. Hinn bandaríski félagi Sicilia, Roger Fry, fékk sín umboðslaun, Hreinn ágóði Sicilia var ekki nema 230 þúsund dollarar. í nokkra daga var auðurinn í geymsluhverlfingunni í Tijuana, í góðum félagsskap hundruð þúsunda annarra dollara. Sicilia var nú tilbúinn að stíga fyrsta skerfið til að dulbúa — strauja — þennan hagnað. Ef númerin hefðu verið skráð, þurfti að skipta þeim fyrir aðra seðla, til þess að koma í veg fyrir þann möguleika að fíkniefnalögreglan í Bandaríkjunum hefði merkt þá til þess að rekja slóð þeirra. Þetta var enginn vandi, því Sicilia hafði mútað bankastarfsmönnum í Banco Longoria f Tijuana. Um leið og seðlarnir væru komnir í bland við innlegg hundmða annarra viðskipta- ÚRVAL vina, var engin leið lengur að rekja hver hefði komið með þá. Nú gerði Sicilia ráðstafanir til að fljúga til Sviss í lok júní, ásamt systur sinni, Mercedes, Roger Fry og konu hans, Paulette. Öll fjögur áttu að opna bankareikninga. 19. júní kom brynvarinn bíll til Banco Longoria og hirti eins og venjulega seðla og ávísanir, sem áttu að fara til stofnana I Bandaríkjunum. I hann fóru meðal annars 230 þúsund dollarar Sicila. Seinna þennan dag voru þessir peningar lagðir inn í bandarískan banka, sem Banco Longoria hafði viðskipti við. Þaðan var innleggið þegar í stað flutt — með fjarrita — til Barclays Bank í Nassau. I Bandaríkjunum kveða lög svo á um, að allir bandarískir bankar séu skyldir til að skrá fjármunahreyfingar inn í landið og út úr því. Tilgangur þessara laga er sá, að koma í veg fyrir að hringir geti falið hagnað sinn á leynilegum, erlendum reikningum. Lögin skylda lfka ferðamenn og sendimenn, sem flytja með sér meira en 5 þúsund dollara í peningum yfir bandarfsku landamærin að gefa tollvörðum skýrslu um það. En fjármunatilfærsla milli landa eftir venjulegum bankaleiðum er undan- þegin þessum lögum. Svo þessir flutningar komu ekki fram á nokkurri tollskýrslu. Þegar þeir voru komnir í kring, var bankareikningur Sicilia f Nassau orðinn vel yfir ein milljón dollarar — allt „öruggir” peningar,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.