Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 83

Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 83
HUGRENNINGAR HEILASKURÐLÆKNIS 81 ,,Láttu þér batna fljótt, pabbi.” ,,Komdu heim fljótt, pabbi.” ,,Ég vildi þú værir kominn heim, pabbi.” En þegar ég las sjúkraskýrslur unga mannsins og rannsakaði hann, vissi ég að hann myndi aldrei koma heim framar. Ég fylltist af hryggð. Ég gæti ekki riþað upp stundir sem þessa ef ég gerði mér ekki ljóst að það er ofar okkur að skilja hvers vegna svona gerist, að sjúklingurinn og allir í kringum hann er á leið fram á við, en þessa stundina eru þeir miðsviðs í miklum harmleik tíma og rúms, þar sem hvert okkar leikur mikið hlutverk. I mínum augum eru læknisstörf og trúartraust samtvinnuð. Ég biðst mikið fyrir, sérstaklega bæði fyrir og eftir uppskurð. Bænin fróar mér. Ég finn, að bak við mig stendur öflugur styrkur, styrkur sem ég þarfnast og nýt. Ég þekki mikilhæfa og góða menn í minni stétt, sem virðast geta skýrt hlutina fullnægjandi fyrir sjálfum sér með stærðfræðilegum og efnafræði- legum formúlum, og allir eru þeir sannfræðir um að það sem er þoku hulið í dag muni vísindi afhjúpa á morgun. En sú hugmynd, að mannlegt líf sé ekkert annað en tilfallandi samspil flókinna atóma ásamt raforku þykir mér engan veg- inn nógu rökvís. Frá hreinu vísindasjónarmiði þykir mér mannsheilinn svo langtum æðri en nokkuð það, sem vísindin hafa nokkru sinni búið til eða uppgötvað, að það þurfi almáttugan skapara til, svo unnt sé að skýra fágæti og sérstæði hverrar einstakrar mannveru. Það er alveg sama hve mikið við fræðumst um heilann, við getum aldrei vænst þess að geta skýrt manns- hugann til fulls. Og ég verð að trúa því, að allt þetta hafi einhvern skynsamlegan tilgang, að einhver hafi látið það gerast. Ég get ekki fellt mig við þá fullyrðingu að einhvers staðar aftur í tímanum hafi jafn margbrotin fyrirbrigði og gáfur, persónuleiki, minni og manniegur líkami svo sem eins og rekist saman af tilviljun. Mér þykir heldur ekki vit 1 því að ganga út frá því að við heiladauðann hætti þessari voldugu einingar gáfna, persónuleika og minnis einfaldlega að vera til. Það er miklu vitlegra að gera ráð fyrir því, að þessi kjarni okk- ar losni þá úr viðjum umbúðanna,, heilans sem getur ekki lengur hýst okkur, og fái stuðning í nýrri vídd. Hvað um kjarna okkar verður eftir heiladauðann get ég ekki einu sinni velt vöngum yfir. Ég get aðeins sagt, að heilbrigð skynsemi og rökvísi leiðir mig ósjálfrátt til trúar — trúar á hið fágæta, hið sérstæða, að mannveran iifi áfram í því, sem við köllum sál. ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.