Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 117

Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 117
RÆTUR 115 , ,húsmóðir’ ’. Kúnta sá hana álengdar einn daginn; hún var beinaber og á litinn eins og maginn á froski. Þegar kornið hafði verið tínt fóru svertingj- arnir að tína stóra, kringlótta ávexti, sem svertingjarnir kölluðu grasker. En það sem hann botnaði minnst í, en hafði þó mestan áhuga á, voru viðhorf hinna svertingjanna. Á kvöldin settust þeir á tréstóla kringum eld úti fyrir kofa gömlu eldabuskunnar. Oftast tók elda- buskan sem bjó til matinn 1 húsi túbobanna fyrst til máls. Hún hermdi eftir húsbændunum, og Kúnta heyrði að fólkið reyndi að gæta þess að hlátrarnir heyrðust ekki yfir í stóra húsið. Svo dró úr hlátrinum og fólkið fór að ræða sín á milli, stundum reiðilega. Loks dó talið út og söngurinn tók við. Kúnta skildi ekki orðin, en fann dapurleikann sem einkenndi sönginn. Þetta voru trúlausir svertingjar. Þeir átu meira að segja svínakjöt. Samt var margt í fari þeirra algerlega afrískt, þótt Kúnta fyndi að það gerði sér ekki grein fyrir því. Hvað hafði komið fyrir þetta fólk? Höfðu sálir þess verið deyddar? Hvernig gat það sætt sig við hlutskipti sitt, verið rólegt og jafnvel brosað við túbobunum? Kannski var það vegna þess að það hafði fæðst á þessum stað. Það var eins og það væri af glötuðum þjóðflokki. Að lokum vann Kúnta sjálfum sér það heit, að strjúka og deyja heldur en að verða eins og þetta fólk. Að lokum myndaðist svo slæm ígerð á ökla Kúnta undan fótajárn- inu, að járnin voru leyst af honum. Strax næstu nótt læddist hann burtu. Samson náði honum skammt frá kofanum. Hann var laminn og sprakað í hann, en hann var ekki hlekkjaður. Fljótlega flúði hann aftur. Það var skömmu eftir að hvíta duftið, sem svertingjarnir kölluðu snjó, féll af himnum. Það þurfti ekki annað en fylgja slóð hans í duftinu á jörðinni. ENN KOM UPPSKERUTÍMI. Kúnta tók eftir því að nú fjölgaði mjög vögnunum sem fóru um aðalveginn. Allt 1 einu datt honum 1 hug að best væri að fela sig í einhverjum þeirra, og komast þannig sporlaust eitthvað langt burt. Hann tók að skipuleggja flóttan gaumgæfilega. Kvöld eitt, þegar hann þóttist þurfa að fara á kamarinn, skoðaði hann þjóðveginn vandlega úr fjarska. Hann sá ljóskerin á vögnunum þokast um veginn. Þeir voru sem sagt á ferð jafnt á nóttu sem degi. Annað kvöld tókst honum að drepa kanínu með steinkasti. Hann þurrkaði kjötið eins og hann hafði lært heimaljuffure. Svo brýndi hann gamalt hnífsblað, sem hann hafði fundið, skar út með því skaft og skeytti þetta„tvennt saman. Hann bjó einnig til „safó” , töfragrip. Hann var gerður úr hanafjöður, til að laða andana, hrosshári, til að efla styrkinn, og óskabeini úr fugli, til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.