Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 117
RÆTUR
115
, ,húsmóðir’ ’. Kúnta sá hana álengdar
einn daginn; hún var beinaber og á
litinn eins og maginn á froski. Þegar
kornið hafði verið tínt fóru svertingj-
arnir að tína stóra, kringlótta ávexti,
sem svertingjarnir kölluðu grasker.
En það sem hann botnaði minnst í,
en hafði þó mestan áhuga á, voru
viðhorf hinna svertingjanna. Á
kvöldin settust þeir á tréstóla
kringum eld úti fyrir kofa gömlu
eldabuskunnar. Oftast tók elda-
buskan sem bjó til matinn 1 húsi
túbobanna fyrst til máls. Hún
hermdi eftir húsbændunum, og
Kúnta heyrði að fólkið reyndi að gæta
þess að hlátrarnir heyrðust ekki yfir í
stóra húsið. Svo dró úr hlátrinum og
fólkið fór að ræða sín á milli,
stundum reiðilega. Loks dó talið út
og söngurinn tók við. Kúnta skildi
ekki orðin, en fann dapurleikann sem
einkenndi sönginn.
Þetta voru trúlausir svertingjar.
Þeir átu meira að segja svínakjöt.
Samt var margt í fari þeirra algerlega
afrískt, þótt Kúnta fyndi að það gerði
sér ekki grein fyrir því. Hvað hafði
komið fyrir þetta fólk? Höfðu sálir
þess verið deyddar? Hvernig gat það
sætt sig við hlutskipti sitt, verið rólegt
og jafnvel brosað við túbobunum?
Kannski var það vegna þess að það
hafði fæðst á þessum stað. Það var
eins og það væri af glötuðum
þjóðflokki. Að lokum vann Kúnta
sjálfum sér það heit, að strjúka og
deyja heldur en að verða eins og þetta
fólk.
Að lokum myndaðist svo slæm
ígerð á ökla Kúnta undan fótajárn-
inu, að járnin voru leyst af honum.
Strax næstu nótt læddist hann burtu.
Samson náði honum skammt frá
kofanum. Hann var laminn og
sprakað í hann, en hann var ekki
hlekkjaður. Fljótlega flúði hann
aftur. Það var skömmu eftir að hvíta
duftið, sem svertingjarnir kölluðu
snjó, féll af himnum. Það þurfti ekki
annað en fylgja slóð hans í duftinu á
jörðinni.
ENN KOM UPPSKERUTÍMI. Kúnta
tók eftir því að nú fjölgaði mjög
vögnunum sem fóru um aðalveginn.
Allt 1 einu datt honum 1 hug að best
væri að fela sig í einhverjum þeirra,
og komast þannig sporlaust eitthvað
langt burt. Hann tók að skipuleggja
flóttan gaumgæfilega. Kvöld eitt,
þegar hann þóttist þurfa að fara á
kamarinn, skoðaði hann þjóðveginn
vandlega úr fjarska. Hann sá ljóskerin
á vögnunum þokast um veginn. Þeir
voru sem sagt á ferð jafnt á nóttu sem
degi. Annað kvöld tókst honum að
drepa kanínu með steinkasti. Hann
þurrkaði kjötið eins og hann hafði
lært heimaljuffure. Svo brýndi hann
gamalt hnífsblað, sem hann hafði
fundið, skar út með því skaft og
skeytti þetta„tvennt saman. Hann bjó
einnig til „safó” , töfragrip. Hann var
gerður úr hanafjöður, til að laða
andana, hrosshári, til að efla
styrkinn, og óskabeini úr fugli, til að