Úrval - 01.03.1979, Síða 9
7
HÚN ,,SÉR” ÞAÐ SEM ÖÐRUM ER HULIÐ
finna lík drengsins. Hún játti því
áköf. Þegar kom fram á árbakkann,
þar sem slóð Michaels hafði endað I
snjónum, stagaðist hún þráfaldlega á
því, að hún sæi líkið í pípu. En einu
pípurnar, sem Vicaro vissi tengjast
ánni, voru regnavatnsræsin, sem báru
vatn fram í ána en ekki úr henni, svo
hvernig gat líkið hafa borist úr ánni
inn í þau? Vicaro bað Dorothy að
reyna að komast andlega eins nærri
líkinu og hún gæti og segja honum
hvað væri beint fyrir framan og aftan.
,,Hún svaraði: ,,Vatn fyrir framan og
aftan.”
,,Stendurþú í vatni?”
„Nei.”
Annað hvort er hún vitlaus eða ég
vitlaus, hugsaði Vicaro. Svo datt
honum í hug, að dáleiðari kynni að
geta haft nánari upplýsingar upp úr
frúnni. Eftir nokkra könnun lá leið
hans til Richard Ribners, sálfræðingsí
New York, sem hálf-dáleiddi
Dorothy. I því ástandi sá hún töluna
8 og bílastæði.
Næstu daga bætti hún smám
saman meiru við. Hún sagði Vicaro
að hún sæi skóla með girðingu í
kring, grátt hús og skrifstofuhús með
gylltum stöfum á dyrunum, og
verksmiðju fyrir aftan. 7. febrúar
kom Vicaro á stöðina og frétti, að lík
Michaels Kurcsics hefði fundist í
Bleikitjörn, sem Þriðjá rennur í, um
fimm kílómetrum neðar en
drengurinn féll í ána.
Vicaro ók þangað, sem líkið fannst.
„Það datt yfir mig,” sagði hann.
„Tjörnin er tvískpt, og grandi á milli.
Þegar ég stóð á grandanum var vatn
fyrir framan mig og fyrir aftan mig.
Þaðan sem ég stóð sá ég almennings-
skóla nr. 8 með girðingu 1 kring, grátt
hús og skrifstofuhús með gylltum
stöfum á hurðinni. Bak við skrifstofu-
húsið var verksmiðja með stóru bíla-
stæði. Og Michael — hann var í
pólóskyrtu og í hana var nælt litlum
krossi. Og hann var með skóna á
öfugum fæti.”
Seinna komst Vicaro að því, að
þegar Michael fórst, hafði bygginga-
fyrirtæki lagt víð rör í ána þar sem
hún rann út í tjörnina. Það var gert til
að búa til bráðabirgðabrú. Ekki er
ósennilegt, að lík drengsins hafi um
tíma krækst í eitthvað í þessum rörum
og staldrað þar við um hríð.
Ribner sálfræðingur hefur fylgst
með Dorothy síðan fundum þeirra
bara saman. „Hún „sér” ekki alltaf
rétt,” segir hann. „Hún „sér”
kannski „mynd” af bíl með 269 á
númeraplötunni. Ef sú talnaröð leiðir
ekki til neins, er rétt að kanna 692
eða 296. Eða númerið getur átt við
heimilisfang eða símanúmer.
Athyglisverð hlið á náðargáfu
Dorothy kom eitt sinn fram á
skrifstofu Ribners. Hún kom þangað
með tveimur rannsóknarlögreglu-
mönnum í sambandi við ákveðið
mál. Þegar þau komu, sat maður í
biðstofu sálfræðingsins. Þegar þau
þrjú voru komin inn til sálfræðings-
ins, sagði Dorothy formálalaust:
„Richard, ungi maðurinn þarna