Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 41
BRIMPRINSESSAN KELEA
39
Birtan kviknaði aftur í
augum Keleu. Hún synti og lék
sér með börnunum sínum í
sjónum. Hún þaut á brimbrett-
inu og hafgolan feykti til
dökku hárinu og saltslettur
kysstu kinnar hennar. Hún var
eins hamingjusöm og hægt var
að vera. ★
Nýlega birti sóvéskt dagblað úrslit skoðanakönnunar sem náði til
10 heimila. Það kom í ljós að 90 konur töldu sig vera höfuð fjölskyld-
unnar og húsbóndinn skrifaði undir það. í níu fjöiskyldum var áíitið
að maðurinn væri húsbóndinn, en eiginkonurnar voru ósammála.
Eini eiginmaðurinn sem eiginkonan viðurkenndi sem húsbónda,
fékk tilkynningu frá blaðinu um að hann hefði unnið til verðlauna.
Þegar hann var spurður hvað hann ætlaði að gera við verðlaunin sneri
hann sér að konunni og spurði: , ,Hvað á það að vera, María?”
M.A.
Gimsteinar hafa sín eigin „fingraför” ef svo má kalla. ísraelskir
vísindamenn hafa fundið upp lasersjá, sem rannsakar demanta og
aðra dýra steina, með kerfi sem er svipað fingrafarakerfínu. Innri
glampar og geislabrot, rannsakaði undir lasergeislanum, koma fram
sem örsmáir ljósdeplar. Séu þeir ljósmyndaðir kemur í ljós að hver
steinn hefur sína eigin ljósdeplamynd sem alltaf er eins. Engir tveir
steinar hafa þá sömu.
S.M.
Wayne Pritchart eyddi tómstundum 28 ára í bílskúrnum sínum í
Great Ben í Kansas. Þar tók hann í sundur aflóga bíl Pierce Arrow
coupé (sem kostaði hann aðeins 62.50$) og húðaði alla hluti bílsins,
líka skrúfur og bolta, með silfri, nikkel og 23 krata gulli. Því næst
raðaði hann þessum dýrmætu hlutum saman. Þetta er eini bíll x
heimi húðaður með þessum dýru efnum. Nú er hann á safni í
Lancaster, Pennsylvaníu, þar sem $ 180.000 voru greiddir fyrir hann.
Hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir antik bíl.”
S.M.
,,Hvernig gengur dótturinni f bókfærslunáminu?” spurði kona
nokkur nágrannakonu sína.
„Voðalega,” svaraði hin. ,,Hún er steinhætt að spyrja um leyfi
fyrir hinu og þessu, hún læmr bara skrifa hjá okkur. ’ ’
K.V.