Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 80
78
ÚRVAL
Foreldrar heigjast til þess að álíta, að hlýðið barn sé mikil
blessun. Líf mœðra og feðra væii vissulega þægilegra, ef
börn þeirra færu eftir ráðleggingum þeirra. Vissulega
veldur hlýðið barn hinum fullorðnu minni vandræðum.
En . . .
ER HLÝÐIÐ BARN ALLTAF
BLESSUN?
— Susanna Rubinstein, sálfræðingur —
’ V*\ >I\
V
/.' /,\ S,\
ÍKJUM fyrst að skilgrein-
ingu hugtaksins. Hlýðni
er ekki sama og agi.
Agaður er sá maður, sem
undir nálega öllum
kringumstæðum er fær um að bregð-
ast rétt við hverju máli, að forðast
eigingjarnar athafnir og sýna frum-
kvæði, ímyndunarafl og ákveðni,
þegar hindranir verða í veginum.
Engu að síður er hlýðni stundum
nauðsyn, einkanlega þegar barnið
getur lent í erfiðleikum vegna skorts á
reynslu. Ef barnið ætlar að seilast í
logandi ljós, varar þú það við, en það
gæti samt hent að það brennist lítil-
lega og yrði varkárara í framtíðinni.
Öðru máli gegnir, ef 15 ára dóttir,
sem vart hefur farið út á eigin spýtur,
heimtar allt í einu að fá að fara í
áramótafögnuð fyrir utan borgina
með fólki, sem þú þekkir ekki neitt.
Hvernig á að fá hana ofan af því? Það
er engin leið. Þess vegna verður að
beita foreldravaldinu þrátt fyrir tár og
ásakanir um að þú sért kvikindis-
legur.
Og hvað um dagleg vandamál,
venjuleg en ekki undantekningar
hegðunartilfelli? Hvenær á að gefa
fyrirskipanir og hvenær á að beita
málamiðlun? Hvernig er hægt að fá
barn til þess að fallst á skynsamlegar
fyrirskipanir?