Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
bóndans Sigfúsar Bergmanns, Sigfús-
sonar prests að Felli í Skagafirði. Var
Sæunn heitin hjá þeim hjónum á
Þorkelshóli, þar til þau dóu. Þá fór
hún til bóndans Ara Sigfússonar á
sama bæ. Þegar hann dó, fór hún til
Baldvins Arasonar á sama bæ, og
seinast var hún hjá merkishjónunum
Páli stúdent Vídalín og Elínborgu
Friðriksdóttur og dó hjá þeim í
Víðidalstungu á sjötugs aldri.
Þegar Sæunn sáluga var á sjöunda
ári, varð fyrst vart, að hún bæri við að
tala, og bar það svo til, að hún var
niður í fjöru með systkinum sínum
að tína saman skeljar. Varð þá
syndurþykkja fyrir þeim og henni, og
fór hún þá að babbla óskýrt mál, sem
hún þá hélt áfram að tala, og lærðu
systkin hennar fyrst málið; en á
tíunda ári mun hún fyrst hafa talað
það algjörlega. Sæunn var vel gáfuð
og hafði skýrt hugmyndaafl, jafnvel
þó hún aldrei skildi okkar mál eða
gæti talað það. Hún bar lotningu
fyrir guðsorðalestri og hafði sterka
trú. Hún var kristnuð með biskups-
leyfi, og játaði bróðir hennar fyrir
hana; hún var til altaris og bar fullt
skyn á þá athöfn — ég vil segja betur
en margur, sem mál hefur. Ég, sem
rita línur þessar, var henni samtíð frá
því ég fæddist, í janúar 1830, í nær-
fellt 30 ár. Ég lærði mál hennar, jafnt
mínu móðurmáli, eins og flest börn,
sem með henni ólust upp, og mátti
leggja út fyrir henni guðspjöllin á
hverjum helgum degi, og komst oft í
vanda að geta gengt spurningum
hennar. Þó held ég, að ég hafí oftast
getað gert henni grein fyrir því
guðdómlega, enda sagði hún það.
Hér er sýnishorn af Sæunnar-máli:
Iffa: guð.
Iffakomba: guð hjálpi mér.
Iffaamh-amh: guð ergóður.
Iffa ha-am: guð vill.
Iffa úm: guð vill ekki.
Iffa um fuffa ibb gatigga: guð vill
ekki að menn séu vondir.
Iffa ha-am fúffa ko-ko: guð vill að
menn lesi hans orð.
Iff-umga úba-hara: guðs ljós eða
sólin.
Ufa-hara ho-fakk: tunglið.
Út-da-da ho-fakk: stjörnurnar.
Iff-iff: ljós.
Fúffa húja: englar.
Iffaku-ku: himnaríki.
Iffa í-inna da-arðigga: guð er alstaðar
nálægur.
Iffa í-addigga: guð veit allt.
Offlna húja: hvítasunna.
Offlna-morða: sunnudagur.
Ko-ko: að lesa.
Fí-fí: að syngja.
Offo ha-am ko-ko. mikið langar mig
til að lesa.
Hæja offo-umh igg aw-aw: Sæunni
þykir bágt að geta ekki talað.
Avv-avv: að tala.
Igg: getekki.
Ha-am: vill.
Úm aw-aw: vil ekki tala.