Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 8

Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 8
6 ÚRVAL listann með afa og gaf skýrslu um fjárhagsástæður hvers skuldunauts. Æskufull augu mín hafa kannski ýkt fátæktina, sem þau sáu, en ég held að aldin augu afa hefðu séð það sama og mín. Þegar ég hafði lokið mér af, tók hann stóru viðskiptamanna bók- ina ofan af hillu og skrifaði við hvert nafn af listanum: „Greitt að fullu.” ,,Afi!” sagði ég og saup hveljur. „Hvað heldurðu að gerist ef þau komast að þessu ?' ’ Hann hugsaði sig aðeins um, en svo breiddist hægt bros yfir andlit hans: , Ja- ætli þau segi ekki bara að ég sé lélegur verslunarmaður?” Apótek Fritsche varð gjaldþrota haustið 1932. Þá var afi 66 ára og börnin hans ákváðu að nú skyldi hann setjast í helgan stein. í þann mund sem ég var að fara í háskóla, kom hann til að setjast að hjá for- eldrum mínum. Nú var ég löngum stundum að heiman, fyrst í skóla og síðan í starfi, og hitti hann aðeins endrum og eins, en oft var hann mér í huga, bæði til örfunar og umhugs- unar. Ég velti því oft fyrir mér, hvers virði æfi hans hefði verið. Gat maður eins og hann verið mis- heppnaður? Áratug síðar vann ég sem stríðs- fréttaritari í Evrópu og varð vitni að því er heimsstyrjöldin síðari nálgaðist sitt skelfilega hámark. Þá frétti ég að afi hafði fengið starf í stórri lyfja- verslun, sem var í eigu lyfjaversluna- keðju. Stríðið hafði reynst svo mann- frekt að meira að segja 76 ára lyfja- fræðingur, orðinn fremur heyrna- sljór, fékk vinnu. Tveim árum síðar varð hann bráðkvaddur við vinnu sína. Fráfall hans snart mig djúpt. Þar sem ég var, umkringdur stríði og hrottaskap, þráði ég þann heim, sem Fritsche afi hafði séð. En hann var horfinn. Það var ekkert rúm í 20. öldinni fyrir menn af hans tagi. Hann var dáinn, og um leið dó hluti af mér — bernska mín og skýjaborgir. Ég kom ekki aftur til Kansas City fyrr en ég hafði verið viðstaddur réttarhöldin í Núrnberg sem frétta- maður bessi réttarhöld, sem sýndu kvikindisskap mannanna í allri sinni nekt. Eg var þreyttur og beiskur. Mér fannst ekkert þess virði að vinna fyrir það. Um viku eftir að ég kom heim, bárust mér boð frá verslunar- stjóranum, sem afi hafði unnið hjá síðast, að hann langaði að hitta mig. Ég fót til fundar við hann, undrandi og forvitinn. Þegar ég kom inn í stóru, skínandi búðina hans, reyndi ég að ímynda mér afa í þessu umhverfi, en það gekk ekki. Þar voru til sölu bækur, íþróttabúnaður og garðverkfæri. Þefurinn, sem fyllti flúrlýstan ljómann var af hamborgurum, og í þröngum göngunum milli hillu- raðanna var ös af viðskiptavinum, sem allir voru að flýta sér. Var þetta apótek? Verslunarstjórinn bauð mér inn í litlu skrifstofuna sína. „Verslunar- ráðunauturinn vildi láta mig reka afa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.