Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 115

Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 115
GRÖF TÚTANKAMMONS 11? ons, hafði komið út fyrir hálfu ári, þar sem hann gaf greinagóða, sundurliðaða lýsingu á hlutum þeim sem fundust er tröppurnar og gangurinn voru hreinsuð. Þar var hvergi minnst á lótushöfuðið. Engu að síður tók egypska nefndin sögu hans gilda, og Winlock skrifaði að Lacau „væri mjög ánægður með hana, meðfram af því að þar með lék enginn vafi á því að höfuðið væri eign safnsins í Kaíró.” Um miðjan apríl fór Winlock að vona, að bölvunar- áhrif Tútankammons væru að réna og hann gæti komið ,,öllum lögfræðing- um til að draga sig í hlé og láta einu tvo fornfræðingana, sem eftir eru í þessu máli” — Lacau og hann sjálfan — leysa þessa beisku deilu. Uppgj'ö/ Tilraunir Winlocks til að endurnýja könnunarsamninginn — með mjög breyttum skilmálum — hafði nærri borið giftusamlegan árangur, þegar Carter fékk, snemma í júní, undir lok mjög vel heppnaðrar ferðar sinnar um Bandaríkin, fyrstu fimm eintökin af bæklingi, sem hann hafði skrifað án þess nokkur viss. Á bæklingnum stóð, að hann væri ,,ekki til almennr- ar dreifingar,” en hann var nöpur ásökun, árás á egypsku stjómina, Fornleifadeildina og Lacau, en Carter kallaði aðferðir hans „ógnun við fornleifarannsóknir framtíðarinnar í Egyptalandi. ” Winlock fékk óvænt eintak af bæklingnum 1. júlí 1 S?24, sama morguninn og hann átti von á Carter í heimsókn á skrifstofu sína 1 Metro- politansafninu. Þeir höfðu ekki sést í nokkra mánuði. Winlock fletti í flýti í gegnum þessa bók, og sá sér til skelfingar að Carter tíndi þar allt til — skeyti á dulmáli, trúnaðarbréf og orðsendingar — um hlutverk Winlocks 1 að þagga niður hneykslið um skurðmyndina í vínkassanum. Þetta var reiðarslag fyrir orðstí hans sem fornfræðings. Þegar Carter kom, hnykkti honum verulega við að hitta vin sinn svo reiðan. Winlock tilkynnti Carter að eftir útkomu þessarar bókar vildi hann ekki á nokkurn hátt vera bendlaður við hann lengur. Hann sagði Carter kuldalega, að hegðun hans í öllu þessu máli hefði verið jafnvægislaus og þvermóðskufull, og þessi helvítis bæklingur væri dropinn, sem fyllti bikarinn. Að hans viti ætti Carter aldrei framar að fá að koma nálægt fornleifagreftri í Egyptalandi nema hann færi í einu og öllu að kröfum egypta. Carter gat ekkert sagt. Winlock vísaði Carter því næst á dyr og hafði síðan þegar í stað samband við framkvæmdastjóra safnsins, Edward Robinson, og sagði honum álit sitt á þessu nýjasta asna- striki Carters. Hann varaði Robinson við því, að Carter myndi eflaust gefa honum eintak af þessum „viður- styggilega” bæklingi um borð í skipinu — þeir áttu far á sama skipi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.