Úrval - 01.06.1979, Side 20

Úrval - 01.06.1979, Side 20
18 ÚRVAL bóndans Sigfúsar Bergmanns, Sigfús- sonar prests að Felli í Skagafirði. Var Sæunn heitin hjá þeim hjónum á Þorkelshóli, þar til þau dóu. Þá fór hún til bóndans Ara Sigfússonar á sama bæ. Þegar hann dó, fór hún til Baldvins Arasonar á sama bæ, og seinast var hún hjá merkishjónunum Páli stúdent Vídalín og Elínborgu Friðriksdóttur og dó hjá þeim í Víðidalstungu á sjötugs aldri. Þegar Sæunn sáluga var á sjöunda ári, varð fyrst vart, að hún bæri við að tala, og bar það svo til, að hún var niður í fjöru með systkinum sínum að tína saman skeljar. Varð þá syndurþykkja fyrir þeim og henni, og fór hún þá að babbla óskýrt mál, sem hún þá hélt áfram að tala, og lærðu systkin hennar fyrst málið; en á tíunda ári mun hún fyrst hafa talað það algjörlega. Sæunn var vel gáfuð og hafði skýrt hugmyndaafl, jafnvel þó hún aldrei skildi okkar mál eða gæti talað það. Hún bar lotningu fyrir guðsorðalestri og hafði sterka trú. Hún var kristnuð með biskups- leyfi, og játaði bróðir hennar fyrir hana; hún var til altaris og bar fullt skyn á þá athöfn — ég vil segja betur en margur, sem mál hefur. Ég, sem rita línur þessar, var henni samtíð frá því ég fæddist, í janúar 1830, í nær- fellt 30 ár. Ég lærði mál hennar, jafnt mínu móðurmáli, eins og flest börn, sem með henni ólust upp, og mátti leggja út fyrir henni guðspjöllin á hverjum helgum degi, og komst oft í vanda að geta gengt spurningum hennar. Þó held ég, að ég hafí oftast getað gert henni grein fyrir því guðdómlega, enda sagði hún það. Hér er sýnishorn af Sæunnar-máli: Iffa: guð. Iffakomba: guð hjálpi mér. Iffaamh-amh: guð ergóður. Iffa ha-am: guð vill. Iffa úm: guð vill ekki. Iffa um fuffa ibb gatigga: guð vill ekki að menn séu vondir. Iffa ha-am fúffa ko-ko: guð vill að menn lesi hans orð. Iff-umga úba-hara: guðs ljós eða sólin. Ufa-hara ho-fakk: tunglið. Út-da-da ho-fakk: stjörnurnar. Iff-iff: ljós. Fúffa húja: englar. Iffaku-ku: himnaríki. Iffa í-inna da-arðigga: guð er alstaðar nálægur. Iffa í-addigga: guð veit allt. Offlna húja: hvítasunna. Offlna-morða: sunnudagur. Ko-ko: að lesa. Fí-fí: að syngja. Offo ha-am ko-ko. mikið langar mig til að lesa. Hæja offo-umh igg aw-aw: Sæunni þykir bágt að geta ekki talað. Avv-avv: að tala. Igg: getekki. Ha-am: vill. Úm aw-aw: vil ekki tala.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.