Úrval - 01.12.1980, Page 10
8
ÚRVAL
,,Ég hef gaman af að grípa vasaþjófa, ” segir Donald
Pevsner, sem berst fyrir málefnum neytenda og er Don
Quixote nútímans.
BARÁTTUMAÐUR MEÐ
SKOPSKYN
— William F. Buckley, jr. —
***** AÐ
*
*
*
*
LIGGUR járn-
(!) brautarbrú yfír Hudsoná
Új við Poughkeepsie í New
York fylki í Bandaríkjun-
***** um, sem guð einn veit
hvað kostaði margar milljónir dala á
níunda tug síðustu aldar. Hún er
ónotuð vegna þess að tvö hundruð og
fimmtíu metrar brunnu af henni árið
1974. Það er engum vafa undirorpið
að þessi gamla brú býður upp á eitt-
hvert fegursta útsýni í veröldinni. Því
þá ekki að reisa þar hótel eða leik-
velli, spilavíti eða verslanir.
Vitlaust? Eins vitlaust og hinn þrjá-
tíu og sex ára gamli Donald Pevsner,
en hann er hávaxinn lögfræðingur frá
Miami sem virðist eyða helming ríma
síns í að tala og hinum helmingnum í
að skrifa bréf, hann er beinn afkom-
andi Don Quixote sem, þrátt fyrir
allt, skilur oft við vindmyllurnar í
rústum. Hann hefur uppgötvað yfir-
gefna járnbraut sem liggur í gegnum
eitt fallegasta landslag t New York
fylki og nú bersthann fyrir því að
brautin verði tekin í notkun á ný.
Donald Pevsner. Bílnúmerið er vel
viðeigandi: Justice, sem þýðir rétt-
læti.