Úrval - 01.12.1980, Side 14
12
ÚRVAL
Aftur og aftur hefur Reinhold Messner hætt lífi sínu í leit
að hinni,, hvítu einveru ’ ’ uppiá hæstu tindum jarðar.
UPP A EVEREST
ÁN SÚREFNIS
— Jeremy Bernstein —
***** AUÐINN er ekki eitt-
^ hvað sem maður ræðir
^ um,” skrifar Reinhold
* Messner um líf sitt sem
****** fjallgöngumaður, ,,en
allt í einu, án viðvörunar, er hann
þarna og horfir framan í þig. ’ ’
Hættan er undirtónninn í öllu
alvarlegu klifi. Sú höfuðskepna, sem
alltaf er til staðar og, sem kannski
aðeins fjallgöngumenn gætu kallað
hana, eins og einn mikill Alpaklifs-
maður sagði eitt sinn: ,,töfrar hins
óvænta”. Fjallgöngumenn gera allt
sem í þeirra valdi stendur til þess að
tryggja eigið öryggi, en ekki einu
sinni hin fyllsta varkárni getur vernd-
að þá algerlega. Þegar allt kemur til
alls stenst hæfnin kannski ekki hættur
fjallsins.
Fjallgöngur eru því íþrótt þar sem
þátttakendur vita að einn hinna
endanlegu möguleika er dauðinn. Og
því erfiðara og meira sem klifið er því
nærtækari er sá möguleiki.
Hvers konar maður er þá Reinhold
Messner, þrjátíu og fimm ára gamall
ítali sem margir telja fremsta fjall-
göngumann í heimi?
Hann á margt sameiginlegt með
öðrum framúrskarandi fjallgöngu-
mönnum. Hann er ekki mikill að
líkamsburðum og ekki heldur há-
vaxinn — 175 sentimetrar. Hann er
óvenju þolinn og á til ótrúlegan vilja-
kraft, sem getur með furðulegum
krafti beinst að aðeins einu marki:
að komast á fjallstindinn og lifa það
af.
Tækni Messners er svo örugg á