Úrval - 01.12.1980, Page 36
34
ÚRVAL
tiltækum ráðum til að villa um fyrir
hundunum, scm notaðir eru við
leitina. Algengt er að sprauta ein-
hverju á farangurinn, sem fælir
hunda frá, og kvenkyns smyglarar eru
ósparir á ilmvötnin til þess að yflr-
gnæfa auðþekkta lyktina.
Með heróín á kálfunum
Peter Lawley, sem vinnur á
Heathrow flugvelli i London, er einn
þeirra, sem hefur gott ,,nef”. Um
það getur Debra Taylor, 25 ára New
York stúlka, borið vitni. Hún gekk
kæruleysislega gegnum græna hliðið í
tollgæslunni og ýtti á undan sér
farangurskerrunni. Peter Lawley
horfði á hana og veitti þegar athygli
merkimiðunum frá Bangkok, svo að
hann stöðvaði hana og bað kurteis-
lega um að fá að líta á farangurinn.
í handtösku hennar fannst hálf-
skrifað bréf til vinar hennar, þar sem
hún lýsti því, hvernig hún hefði
komist i gegnum tollinn í Bangkok
, ,eins og ekkert væri’ ’, og Lawley varð
samstundis ljóst, að þefvísin hafði
ekki brugðist honum í þetta sinn. í
plastfilmum, sem límdar vom á kálfa
Debru, fundust átján únsur af
heróíni.
Samkvæmt venju var fundurinn
þegar í stað tilkynntur til höfuðstöðva
tollgæslunnar. Debra Taylor fannst
þar á skrá, eftirlýst af bandarískum
yfirvöldum vegna eiturlyfjamáls þar í
landi. Hún játaði, að hún hefði fyrir-
mæli um að bíða í London eftir
Bandaríkjamanni, Glenston Laws að
nafni, sem væri væntanlegt r þangað
áður en langt um liði, frá 'angkok,
þar sem hann dveldist . Inter-
Continental hótelinu. Starfsb. æður í
Bangkok vom þegar í stað aðva’aðir,
en þeir gripu í tómt á It ter-
Continental. Fuglinn var þegar
floginn.
Rolls-Royceinn varð að bíða
En Debra Taylor reyndist luma á
frekari vitneskju. Hún upplýsti, að
von mundi vera á tveimur öðrum
sendlum, sem hyggðust koma við í
London á leið sinni til Bandaríkj-
anna. Flugferðir frá eiturlyfjalönd-
unum til Bandaríkjanna em ekki
tíðari en svo, að tollgæslan þarí landi
á tiltölulega auðvelt með að hafa
strangt eftirlit með þeim, sem reyna
að smygla á þann hátt. Þess vegna er
ekki óalgengt, að þeir komi við í
Bretlandi á leið sinni um hnöttinn.
Þessir tveir vom einmitt í þeim hópi
og hugðust stansa í London í nokkra
daga, áður en þeir flygju áfram til
New York, þar sem þeir vonuðust til
að vekja ekki meiri eftirtekt en hver
annar ferðamaður.
Tollgæslumennirnir vom vel á
verði og fylgdust rrteð öllum sendlun-
um þremur, þegar þeir komu til
London. Laws var farinn að undirbúa
kaup á Rolls-Royce fyrir hluta af þeim
50.000 pundum, sem hann átti að fá
í sinn hlut. I stað þess var hann hand-
tekinn, og hinir tveir fengu sömu
viðtökur næsta dag. Þeir reyndust
hafa 1 fómm sínum heróln að verð-