Úrval - 01.12.1980, Side 44
42 ÚRVAL
erfiði okkar er augljóslega þess virði. ’ ’ deildir á hverju ári myndu vera sam-
Margaret Allen og þúsundir annarra málaþessu.
sem fara í gegnum breskar kvaia-
Ung frænka mín stóð á horni í Portland og var að reyna að fá sér far á
puttanum. Illa til hafður gamall maður stansaði hjá henni og sagði:
,,Ungfrú, áttu ekki 25 sent?” Frænka mín sneri við vösum sínum og
fann 25 senta pening, sem hún rétti manninum. Hann tók ekki við
honum, heldur sagði: ,,Það var gott, ég á 30 sent og þau og það sem
þú átt nægir fyrir strætisvagni. Það er ekki óhætt fyrir stúlkur að
puttast. ” Svo rétti hann henni sentin sín og hélt sína leið.
A. S.
Eftir aðhafa hlýtt á tónlist frá Vín i hljómleikahúsi í Sarasota í Fiorida
tók ég eftir manni í anddyrinu sem gekk þar um í hálfhring. Þegar
hann stansaði nálægt mér sagði hann: „Þessi tónlist gerir mig svo
hamingjusaman. Ég er frá Vínarborg. ’ ’
,,Þú saknarheimalandsins?” spurði ég.
,,Nei,” sagði hann. ,,Ég elska Ameríku. Veistu hvers vegna? 1921
kom ég hingað, einn með skipi til Baltimore. Ég beið dauðhræddur
á bryggjunni eftir ábyrgðarmanni mínum. Allt í einu kemur til mín
stór maður í lögreglubúningi. Hjartað í mér ætlaði að springa er ég
fálmaði eftir skilríkjum mínum. Þá brosti hann og sagði: ,,Get ég
hjálpað þér?” Engar ógnanir, engar skipanir, bara ,,Get ég hjálpað
þér?”
Ekki bara þessi eini maður, heldur svo ótal margir aðrir hafa sagt:
,,Get ég hjálpað þér.” Já, ég elska Ameríku, ,,Get-ég-hjálpað-þér-
landið-mitt.””
Hann sveif í burtu, ég hélt mína leið og þakkaði honum fyrir í
hljóði.
Haft eftir Elizabeth Clarkson Zwart, greinahöfundi hjá Des Moines
Tribune: ,,Því eldri sem ég verð, því þýðingarminni verður komman.
Látum lesendur sjálfa um þvenær þeir vilja daga andann. ’ ’
Ameríkani er manneskja sem mótmælir nýju orkuveri, fer síðan heim
og kveikir á öllum ljósum, setur loftkælinguna í gang, hljóm-
flutningstækin á stereo, opnar kæliskápinn, setur kaffívéiina í
samband og sest svo til að horfa á sjálfa sig mótmæla í sjónvarpinu.
V.T.