Úrval - 01.12.1980, Page 49
cÚr lieimi lækna vísiijdanTia
GÆFUSLAG
Edwin Robinson, sem hafði verið
blindur síðustu níu ár, var í bakgarð-
inum á heimili sínu í Falmouth í
Maine í júní síðastliðnum, þegar
þrumuveður skall á. ,,Ég heyrði hljóð
líkt svipusmelli yfir höfðinu á mér,”
segir hann. ,,Það næsta sem ég vissi
til mín var er ég rankaði við mér á
grúfu í aurnum.”
Hann rámar í að hafa kraflað sig
inn í svefnherbergi, þar sem konan
hans fann hann seinna þennan sama
dag. Hann sagðist hafa orðið fyrir
eldingu og bað um eitthvað að
drekka. Svo tók hann að hrópa: ,,Ég
sé þig! Ég sé veggina! Ég sé!' ’
Robinson hafði misst sjónina og að
mestu leyti heyrnina í framhaldi af
bílslysi, sem hann lenti í fyrir rúmum
níu árum. Augnlæknir hans, Albert
Moulton yngri, augnsjúkdómasér-
fræðingur, stendur alveg á gati. ,,Ég
hef enga skýringu á þessu,” segir
hann. ,,Augun hafa svo sem alltaf
verið í góðu lagi. Það var heila-
skemmd, sem olli blindunni. En ég
veit ekki hvers vegna hann fékk sjón-
ina aftur. Það eina sem ég veit, er að
hann var steinblindur og að nú er
hann það ekki lengur. ’ ’
Robinson segist líka hafa fengið
heyrnina aftur — og sjón er sögu rík-
ari: Hann þarf ekki lengur að nota
heyrnartækið sitt.
Globe, Boston
DÝRKEYPTUR ÖSIÐUR
Nýleg könnun á sjúkraskýrslum
2238 sjúkiinga 6 spítala á Boston-
svæðinu leiddi í ljós, að aðeins 13%
af sjúklingunum voru spítölunum
jafn kostnaðarsamir og hin 87 pró-
sentin. Megi yfirfæra þetta hlutfall
yfir á alla bandarísku þjóðina verður
að slá því föstu, að 1,3% þjóðarinnar
taki til sín meira en helminginn af
öllu fjármagni spítalanna (þar sem
aðeins tíundi hver Bandaríkjamaður
gistir spítala á ári hverju).
Þar sem sagt er frá niðurstöðum
þessarar könnunar í The New
England Journal of Medicine kemur
einnig í Ijós, að sameiginleg einkenni
mátti finna með öllum þessum
,,dýru” sjúklingum. Frá 31 til 69%
þeirra höfðu dýrkeypta ávana svo sem
reykingar, drykkju og ofát, en aðeins
20—43% ódýru sjúklinganna voru
þessi marki brenndir. Kannski ætti
„kerfið” að verðlauna fólk fyrir að
halda sér grönnu og bæta heilsufar
sitt og vernda á annan hátt. Það er til
dæmis ekki út í bláinn, að æ fleiri
tryggingafélög eru farin að bjóða
þeim verulegan aflsátt á líftryggingar-
iðgjaldi, sem ekki reykja.
Úr New York Times
GOTTLYF,
ÞETTA MOPP
Fyrir sextán árum áttu þeir sjúkl-
ingar aðeins um tvö ár eftir ólifuð að