Úrval - 01.12.1980, Page 79
..ÉGER VISS UM AÐ ÉG HEFÐI GETAÐ KYSST HANA
77
María,” sagði ég. ,,Hún er lík Joan
Bennett.”
,,Váá,” sagði Tommy. ,,Joan
Bennett. Áttu mynd af henni?”
Ég roðnaði. ,,Hún er á náttborðinu
mínu. ’ ’
Tommy var spenntur. ,,Komdu
með hana í næstu viku í skólann. ’ ’
,,Já,” svaraði ég kæruleysislega.
Það var ekki fyrr en ég kom í
rúmið, því ég naut ennþá sigursins
með sjálfum mér, að mér skildist að
það væri betra fyrir mig að útvega
mynd af einhverri sem líktist Joan
Bennett.
Þá datt mér I hug að I versluninni
voru seldar myndir af kvikmynda-
stjörnum. Ef ég fyndi mynd af ein-
hverri lítið þekktri sem líktist Joan
Bennett, gæti ég sýnt Tommy hana
án þess að nokkuð kæmist upp. Ég
blaðaði í gegnum myndabunkana en
án árangurs. Mér var þungt fyrir
bijósti þegar ég sneri mér að
sælgætishorninu. Matía var þar.
..Halló,” sagði hún.
Eitt andartak var komið að mér að
segja: ,,Má ég fá mynd af þér?” En
ég gerði það ekki. Ég keypti bara
súkkulaði. Einhvernveginn varð ég að
safna kjarki til að biðja hana um að
hitta mig. En hvernig?
í kvikmynd sem ég sá um. kvöidið
sagði Pat O’Brien við stúlku nokkra:
,,Hittu mig eftir sýningu.” Hún
gerði það og rómantíkin blómstraði.
Þessi setning greyptist í huga minn og
ég ákvað að nota hana á Maríu. Hún
yrði gagntekin af heimsmannslegri
framkomu minni og kæmi. Þá gæti
ég sagt henni hversu mjög hún líktist
Joan Bennett og beðið hana um
mynd.
Þcgar kvikmyndin var búin fór ég í
áttina að sælgætishorninu. Dökk-
hærða stúlkan var þar, en ekkert
merki um Maríu. ,,Er María hér?”
spurði ég.
,,Hún fór heim,” svaraði sú
dökkhærða. ,,Þér fellur vel við hana.
er það ekki?”
Ég reyndi að segja eitthvað en
kom ekki upp nokkru orði. Ég
roðnaði, snerist á hæl og hljóp út úr
búðinni.
Á mánudeginum fór ég I skólann
og var dapur I sinni. Tommy var ekki
í skólanum. Hann var með mislinga
og myndi ekki verða í skólanum
næstu tvær vikurnar. Þetta var gálga-
frestur. En spurning dökkhærðu
stúlkunnar og hvernig ég roðnaði
lagðist þungt á huga minn og ég vissi
að ég myndi aldrei framar geta látið
Maríu sjá framan í mig.
Þegar Tommy mætti aftur í
skólann bað hann um að fá að sjá
myndina af Maríu, en ég sagði
honum að við værum hætt að vera
saman. ,,Líka við Marjorie.” sagði
hann. Hvorugur okkar nefndi
stúlkurnar á nafn eftir þetta.
Ég sá Maríu einu sinni enn. en það
var nokkrum mánuðum síðar. Þetta
var um kvöld. Ég hafði verið niðri I
bæ og var að bíða eftir neðanjarðar-
lestinni heim. Dyrnar á lestinni