Úrval - 01.12.1980, Page 83
Á REKI Á RÚMSJÓ
81
, ,Þeir vilja hann ekki heldur.
Það voru liðnirþrír dagar frá fímm-
tugasta og níunda afmælisdegi Bills.
Við höfðum haldið upp á það með
tveimur heimatilbúnum snúðum sem
voru fylltir af þurrkuðum ávöxtum,
það síðasta úr nestinu okkar. Tveir og
hálfur dagur án matar og sjö dagar
síðan byrjað var að skammta, en ég
fann ekki ennþá til svengdar.
Hugsanir mínar leituðu til Jóhönnu,
konunnar minnar. Vissi hún að ég var
týndur? Vissi einhver það? Af hverju
var ekki verið að leita að okkur?
Við létum eimingartækið ganga
allan daginn. Okkur datt í hug að við
myndum ekki svitna ef við værum í
vatninu, svo við skiptumst á að stinga
okkur í sjóinn, þrátt fyrir það að ég
kynni varla að synda. í fyrstu var ég
hræddur um að Bill myndi líða tígu-
lega í burtu og koma ekki aftur, en
hann virtist kátur þetta síðdegi.
Stórsjór
Golan kom hægt þegar sólin sett-
ist. Ég hataði nóttina, hræddist kuld-
ann og myrkrið. Vindurinn jókst og
öldurnar risu eins hræðilega og þær
höfðu gert fyrstu nóttina. Allt í einu
slokknaði á brennaranum á öðru eim-
ingartækinu. Bill kveikti aftur á því af
hinu. önnur vindhviða kom og síðan
myrkur. Ég skreið að rafgeyminum til
að núa vírunum og kveikja aftur á
eimingartækjunum.
„Heldurðu að við ættum að gera
það?” spurði Bill.
Við höfðum tæmt slökkvitækið
daginn áður, þegar logar höfðu
kveikt þrisvar í bátnum. Bill var
hræddur við eldinn. En var hann ekki
líka hræddur við myrkrið?
Ég teygði mig eftir plastbrúsanum.
Ferskt vatn. Það hlýtur að hafa verið
næstum því hálfur lítri. Við tókum
báðir nokkra stóra sopa. Það var