Úrval - 01.12.1980, Síða 84
82
ÚRVAL
bragð af olíu og plasti. Við skriðum í
stefnið, í endalausa nóttina og stund-
um, eitt eða tvö augnablik, sofn-
uðum við og byltumst fram og aftur í
draumum sem voru rofnir af kuld-
anum og sjógusum og snöggu höggi
þegar önnur alda hálffyllti bátinn og
við urðum að standa á fætur til að
ausa.
Öldurnar voru risaháar núna. Lazy
lét illa, brot lenti á skutnum og!
sveiflaði bátnum næstum á hliðina.
Ég varð gegnblautur þegar brot reið
yfir. Ég fann fyrir sársauka í rif-
beinunum.
,,Við verðum að reyna að koma
akkerinu lengra út. ”
,,Ég skal gera það,” kallaði Bill.
,,Þú heldur mér.”
Ég greip um fætur hans þar sem
hann skreið á þilfarinu og braust um .
með línuna.
,,Ég hef náð henni! Dragðu mig
inn.”
Ég togaði hann inn og féll á hnén.
Við myndum deyja áður en yfir lyki.
Ég hafði áhyggjur af að enginn heima
myndi vita nákvæmlega hvenær. Ein-
hvemtíma myndu þau bara ákveða:
Þeir eru dánir. Við jusum, vindurinn
blés í gegnum blaut og sölt fötin
beint inn að beinum. Síðasta bollan-
um af sjó var hellt út fyrir, og við
skriðum undir rakan gúmmíbátinn.
Meðfram ströndinni
Við héldum kyrru fyrir í framstafn-
inum þangað til það var orðið alveg
bjart. Okkur hafði rekið samhliða
ströndinni nokkurn tíma og núna
fannst mér að Bajaskaginn væri nær.
Stormurinn hafði að minnsta kosti ýtt
okkurí rétta átt. Kannski í dag.
Síðdegis í heitri sólinni sagði Bill
þurri og lágri röddu: „Hugsaðu þér
hve fljótlega ég mun verða með
Helenu.”
Ég sagði ekkert. Það yrði auðvelt
fyrir Bill að sætta sig við að deyja fyrir
aldur fram. Fimmtíu og níu ár.
Helena svo nýlega dáin. Ég leit á skít-
ugt andlit hans, á skeggbroddana.
Hafði hann nokkurn tíma klæðst
öðru en brúnum stuttbuxum og
skyrtu sem hafði einu sinni verið blá?
Bill, komdu þéraðlandi, hugsaði ég.
Landið sem var næst okkur virtist
vera skagi, en það myndu líða margir
tímarþar til við nálguðumst hann. Ég
skreið undir gúmmíbátinn, í mun-
aðinn til fjögurra púða sem voru
rennblautir, og ég blundaði.
,,Ég held að skaginn sé eyja,”
sagði Bill.
Ég brölti á fætur og leit í gegnum
gleraugun. Dekkri hluturinn var
aðskilinn meginlandinu og okkur rak
hratt í áttina að honum.
,,Við getum róið þegar við nálg-
-umst,” sagði Bill.
Klukkustund leið. Okkur varð ljóst
að okkur myndi reka framhjá eyj-
unni, ekki að henni, í hörðum
straumi eins og í ám. Við myndum
örmagnast ef við reyndum að róa.
Bill vildi reyna að synda og binda
Lazy við sig. Ég óttaðist það sem